Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 14

Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 14
14 rænn og sérvizkulegur í skoðunum sínum, að enginn vill fylgja honum, og hins vegar eru þær bygðar á svo heitri og innilegri sannfæringu, að hann þykist ekkert mega hliðra til. Eins og ég áður hef tekið fram, kennir trúarskoðunarinnar eins og þungrar undiröldu í öllum ritum hans. Hann skoðar sig eins og nokkurs konar helgan sannleikspostula, er aðeins eigi um það tvent aö velja: að sigra eða falla. Pess vegna verður alt hans ritstarf blátt áfram að helgri baráttu: báráttu ljóssins við myrkrið. F’eir, sem ekki eru með honum, eru á móti honum. Hálfvelgja eða afskifta- leysi getur ekki komið til greina. Hann er svo nærgöngull við samtíðina, að hún má til að kjósa á milli hans og hinna. Og þetta, að hann í hverju máli, sem hann tekur þátt í, skoðar sig sem kjörinn talsmann ljóssins og sannleikans, hleypir svo miklum æsingi í hann, að hann vegur að mótstöðumönnunum á báða bóga og er bæði stórhöggur og tíðhöggur. Bókin vakti mjög mikla athygli og seldist upp á fáum dögum. Hún tæpir á þeim hug- myndum, sem hann síðar skýrði betur og rakti út í yztu æsar, og skal ekki farið frekari orðum um þær að sinni. Aðeins skal skal þess getið, að kjarninn í skoðunum hans var sá, að í sögu mannkynsins væri óslitið innra samband milli allra tímabila fra sköpun veraldar, og að Kristur væri þungamiðjan, sem alt snerist um. Pessi skoðun var svo ný og fjarstæð því, sem aðrir sagn- fræðingar héldu fram, að það var engin furða, þó menn hnykti við. Og um leið fór hann svo hörðum orðum um marga af samtíðar- mönnum sínum, að þeim lá næst að skoða bókina sem níðrit. Án efa hefðu nú stefnurnar dunið yfir hann hrönnutn saman, ef ekki hefði staðið svo á, að ríkið varð gjaldþrota um þessar mundir og þar af leiðandi alt í uppnámi. En því varð ekki forðað, að hanti lenti í megnustu deilu við forgangsmenn mótstöðuflokksins. Hann sat nú um kyrt í Kaupmannahöfn nokkur ár og starf- aði að vísindalegum rannsóknum og ritsmíðum Innan um allan fjöldann í höfuðborginni lifði hann eins og einsetumaður og um- gekst fáa eða enga. Hann var gæddur fágætu starfsþreki og af- kastaði svo miklu, að furðu sætir, enda vann hann bæði nótt og nýtan dag. Hann tók aldrei á sig náðir fyr en eftir miðja nótt og var að jafnaði aftur tekinn til starfa áður dagur var á lofti. Mán- uðum saman háttaði hann ekki, heldur kastaði sér á legubekk til að blunda dálítið, þegar hann var orðinn úrvinda af svefni og þreytu. Rit hans um þessar mundir beindust að margvíslegum

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.