Eimreiðin - 01.01.1902, Page 16
i6
slóðar, »hafi snúist í lið með fjandmönnum kristilegrar kirkju og
afneitendum guðs orðs«. Ut af þessum bituryrta bælding reis hörð
og langvinti kirkjudeila, og þótt Grúndtvíg á endanum bæri sigur
úr býtum — að vísu ekki fyr en mörgum árum síðar —, þá varð
deilan honum ærið dýr. Dómstólarnir dsemdu hann í sekt og
lögðu þvert bann við því, að nokkurt rit væri prentaö eftir hann
án sérstaks leyfis. Eftir þessa meöferð treystist hann ekki lengur
að þjóna prestsembætti og sagði því lausu. Langsárast féll hon-
um þó að vera sviftur ritfrelsinu, því einasta vopni, sem hann gat
beitt, fátækur og umkomulaus maðurinn. Honum fanst það eins
og fyrirlitlegt brennimark á sér og hann gerði hvað eftir annað
tilraun til að fá því létt af sér, en félck afsvar og varð að sæta
þessum kjörum í 12 ár.
Eftir að Grúndtvíg var búinn að segja af sér prestsembættinu,
var hann nauðulega staddur. Hann varð að sjá fyrir konu og
börnum og tillitið til þeirra hafði fyrst framan af gert hann hikandi,
en þegar til kom, ýtti kona hans heldur undir hann en hitt. Hann
stóð nú uppi allslaus, og er bágt að segja, hvernig farið hefði
fyrir honum, ef einn af vinum hans hefði ekki hlaupið undir bagga
með honum. Nokkru síðar rættist þó úr högum hans, og með
tilstyrk Friðriks konungs sjötta ferðaðist hann til Englands til að
rannsaka gömul engilsaxnesk handrit. Hann dvaldi þar 3 sumur,
og er óhætt að segja um þessa Englandsför hans, að hún hafði
stórmikla þýðingu í lífi hans. Hún varð til þess að festa hjá hon-
um þær skoðanir um borgaralegt frelsi og blómlegt þjóðfélagslíf,
sem síðar meir knúðu hann til að berjast fyrir alþýðuháskólunum.
Petta tímabil í lífi Grúndtvígs, sem hér hefur nú síðast verið
farið lauslega yfir, var hið byltingamesta og ónæðissamasta í lífi
hans, og að því leyti hið þýðingarmesta, að hann um þær mundir
tók fyrir alvöru að berjast fyrir þeim hugmyndum, sem urðu til
þess, að umhverfa með öllu bæði kirkjulífinu og þjóðlífinu í Dan-
mörku. fó Grúndtvíg sjálfur tæki orðin: »Aftur með bókina,
upp með munninn!« fyrir einkunnarorð alþýðufræðslunnar, var
það ekki svo að skilja, að hann í sjálfu sér lítilsvirti bækurnar,
heldur áleit hann aðeins, að orðið lifandi á vörunum feldi í sér
meira tendrandi afl, en dauður bókstafurinn. Sjálfur var hann
vakinn og sofinn í bókunum og varði hverjum eyri, sem hann gat
af séð, í bækur. Hann leysti af hendi tvö bókmentaleg stórvirki
á þessum árum: »Goðafræði Norðurlanda« og »Handbók í