Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 17

Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 17
7 veraldarsögunni«. Það er ekki stærðin eða bindafjöldinn, sem skipar þessum ritum í flokk með stórvirkjum, heldur hitt, að þau frá upphafi til enda eru bygð á nýjum og sjálfstæðum grundvelli og bera það með sér um leið, að þau eru sprottin af nákvæmri rannsókn og víðtækri þekkingu. Hugmyndir þær, sem hann tæpir á í hinu fyrsta litla söguágripi sínu, koma hér fram fullþroskaðar og raktar út í yztu æsar. I raun og veru eru bæði þessi rit ekki annað en rökstudd og yfirgripsmikil skýring á hinum tveimur grundvallarskoðunum hans: skoðuninni um kristindóminn sem þungamiðju sög- unnar og skoðuninni um sérstæði hins norræna þjóðar- anda. Pessar tvær skoðanir sameinast svo aftur hjá honum í hinni kristilegu-norrænu lífsskoðun. Eftir að hann einu sinni var kominn niður á þessa skoðun, hélt hann fast við hana, og því lengur sem leið, því sterkari varð hún hjá honum og samvaxnari öllu lífi hans. Hann snýr sér að ýmsum efnum í ritum sínum. Hann rannsakar fornan átrúnað og sögu hinna norrænu þjóða; hann grannskoðar veraldarsöguna og stendur ekki að baki hinum fremstu vísindamönnum, að því er snertir athngula rannsókn og víðtæka þekkingu; hann ræðst óvægilega á hina köldu og and- lausu trúarskoðun landa sinna, setur heilaga ritningu aftur í há- sætið og birtir fyrir mönnum nýjar og einkennilega innilegar hug- myndir um trúar- og kirkjulífið; hann yrkir sálma og ættjarðar- söngva, sem um aldur og æfi munu taldir með hinu bezta í nor- rænum kveðskap, og tekur með brennandi áhuga þátt í umræð- um um ýms mál, sem liggja fyrir þjóðinni. En alt stefnir þetta að einu takmarki: að beina huga þjóðarinnar upp á við og vekja hjá henni meðvitund um þann s,érstaka þjóðern- isanda, sem hún verði að halda fast við og þjóna dyggi- lega, eigi hún að ná því takmarki, sem henni er sett frá upphafi vega sinna. Hún verður að sameina hin norrænu þjóðareinkenni sín við kristilega lífsskoðun, byggja líf sitt hvort- tveggja í senn á fornnorrænum eðliseinkennum og kristilegum skoð- unargrundvelli, svo framarlega sem hún vilji ekki eiga það á hættu að líða undir lok sem sérstök þjóð og hverfa með öllu undan merki sínu á vígvelli sögunnar. Hin einkennilega skoðun Grúndtvígs á mannkynssögunni er að miklu leyti bygð á þeirri grundvallarhugmynd, að líf mannkyns- ins í heild sinni, og svo aitur líf hverrar þjóðar fyrir sig, eigi það 2

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.