Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 20

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 20
20 þau verða að víkja úr sæti fyrir alföður, sem kemur í allri sinni dýrð og dæmir og drotnar eftir nýjum og háleitari lögum. Pað væri ekki hægt að æskja sér fullkomnari fyrirmynda, en goð Grikkja eru, eða fegurri hugmynda, en þeir höfðu, efhið illa væri ekki til í veröldinni. Nú er því svo varið, að gott og ilt heyja þar án afláts sitt örlagastríð; til þess hafa Norðurlandabúar fundið og skynjað þar dýpra en Grikkir. Peir skoða lífið eins og sífelda baráttu og leita fullkomnunarinnar, ekki eins og Grikkir í því, að keppa eftir að láta eðlisgáfur sínar ná sem hæstum þroska hér 1 lífinu, heldur í að vinna í þjónustu æðra, ódauðlegs valds, með því að berjast ötrauðlega undir merki hins góða, sanna og rétta. I þessari skoðun þykist Grúndtvíg hafa fundið hið insta og upp- runalegasta eðliseinkenni hinna fornnorrænu þjóða, og á þessum skoðunargrundvelli byggir hann sína bjargföstu trú á framtíð þeirra í veraldarsögunni. Hvað sem nú vísindin kunna að segja um þessa skoðun Grúndtvígs á lífinu og sögunni, þá er ómögulegt að neita því, að hún felur í sér svo göfugar hugsanir og svo mikinn innri yl, að það eitt nægir til að veita henni ómetanlegt gildi í þjónustu siðmenning- arinnar. Eins og hann setur hana fram, lýsa hugsjónirnar, skáld- legar, fagrar og hrífandi, gegnum hana eins og leiftur á nóttu og hafa alveg óviðjafnanlega hvetjandi og örvandi áhrif á saklaus og óspilt hjörtu. Og um leið felur hún í sér svo mikið sannfærandi afl, því hún ber það með sér, að höfundurinn trúir á hana og lifir í henni. Pegar hann talar um þjóðaranda, sem eigi að bera hvern einstakling uppi, þá eru það ekki orðin tóm. I hans augum verður þjóðarandinn nokkurs konar helgur vættur, sem vakir hjá þjóðinni öld eftir öld og heldur vörð um hana í blíðu og stríðu, í meðlæti og mótlæti, þótt menn alment gefi honum ekki gaum eða hafi fulla meðvitund um hann. Pess vegna verður endurfæðing hins fornnorræna þjóðaranda hjá hinni dönsku þjóð aðallífsmark Grúndtvígs. Á þessum grundvelli bygði hann hugmyndir sínar um alþýðuháskólana. Pess er áður getið, að Englandsförin hafi haft mikla þýðingu í lífi Grúndtvígs. Hann hitti þar fyrir sér blómlegt og fjörlegt borgaralegt líf og augu hans opnuðust fyrir þeirri ómetanlegu blessun, sem borgaralegt frelsi hefur í för með sér. Athygli hans á þessum greinum vaknaði enn betur, er honum varð litið til ástands- ins heima fyrir. 1834 voru ráðgjafarþing sett á stofn í Danmörku og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.