Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Qupperneq 27

Eimreiðin - 01.01.1902, Qupperneq 27
2 7 fyrst og fremst í gegnutn skólann og síðan að taka mér það fyrir mark og mið í lífinu, að gera hjörtun glöð.« Honum fór nú að ganga betur á skólanum og lauk prófi eftir hæfilegan tíma með góðum vitnisburði. Að afloknu prófi fór hann að fást við barnakenslu, en kensla hans var með nokkuð undarlegum hætti, að því er mönnum fanst. Hann hafði samhliða Grúndtvíg — og án þess að þekkja nokkuð til hans eða þeirra nýmæla, er hann fór með, — komist að sömu niðurstöðu og hann um utanaðnámið í barnaskólunum. Hann tók því af sjálfsdáðum upp þá aðferð, sem Grúndtvíg hafði bent á, og lét munnlega frásögn koma í staðinn fyrir bóklesturinn. En nú var eftir að vita, hvort þessi fræðsla sæti fast í börnunum, þegar til fermingar og prófs kæmi. Eftir nokkurn tíma prófaði hanti börnin og varð sú reyndin á, að þau gátu skýrt og ljóslega gert grein fyrir því, sem hann hafði sagt þeim, og fanst honum kenslan ganga miklu betur eftir en áður. Til merkis um hve vel honum tókst að vekja athygli barnanna og námfýsi, skal þess getið, að hann kom einu sinni að einum af drengjunum, þar sem hann stóð undir tré niðri í garðinum, horfði upp í loftið og sagði: »Heyrðu Abraham, þú þarft ekkert að vera hræddur við að fófna honum syni þínum, því hann guð lofar þér að taka hann aftur heim með þér. Eg veit það, skal ég segja þér, því ég hef lesið áfram í bókinni.« Kold langaði mjög mikið til að setja á stofn frjálsan barnaskóla, þar sem kenslunni væri þannig hagað, en hann varð að slá því frá sér, því þess háttar skólastofnun reið í bága við öll lög og tilskipanir þeirra tíma. Hann sótti þá um djáknastöðu, en til allrar ógæfu var það farið að kvisast og komast í hámæli, að hann væri búinn að finna upp nýja aðferð til aö kenna börnum fræðin. Petta barst einnig prófastinum til eyrna og kom hann sjálfur í eigin persónu til að vera við prófið. Hann spurði börnin og þvældi þau fram og aftur, og alt gekk vel og greiðlega, þangað til hann fór að hlýða þeim yfir kverið, þá stóð alt fast, því þau höfðu ekki lært það utan að. Pessu kunni klerkur illa og vildi ekki annað heyra, en að Kold héldi sér við gömlu aðferðina, þótt hann hins vegar yrði að játa, að börnin hefðu fengið óvenjulega skýra og ljósa hugmynd um það, sem þau áður höfðu aðeins þulið utan að hugsunarlaust. Meðan Kold starfaði að barnakenslunni, gekst hann fyrir kvöld- samkomum í sveitinni til skrafs og innbyrðis fræðslu. En samkom-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.