Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 29
29 aö prestur nokkur danskur ferðaðist til Asíu til að boða kristni, og réðst Kold til hans fyrir vinnumann. Áður en hann lagði af stað í förina, lagði hann sig eftir bókbandsiðn stuttan tíma, og kom það honum að góðu haldi seinna. I’eir héldu af stað haustið 1842. í Miklagarði kom upp ósamlyndi með þeim og fór svo, að Kold gekk úr vistinni og hélt suður til Smyrna einn síns liðs með tvær hendur tómar. Hann ætlaði sér að setjast þar að og stunda bókbandsiðn, en fékk ekkert að gera, og lá við sjálft að hann yrði hungurmorða. Hann hafði ekki bragðað mat í nokkra daga og var að fram kominn af hungri. I’á varð honum það til bjargar, að hann af tilviljun hitti fyrir sér sænskan skipstjóra, sem þurfti að láta binda bók. Upp frá þessu tók að rætast úr fyrir honum, hann fékk stöðuga atvinnu og dvaldi í Smyrna í nokkur ár. En þegar stundir liðu fram, tók heimþráin að gera vart við sig hjá honum, og hún svo megn, að hann hélzt ekki lengur við þar suður frá. Sumarið 1847 seldi hann alt, sem hann gat við sig losað og tók sér far með skipi til Tríestborgar við Adríahaf. Par keypti hann sér hjólbörur undir farangurinn og hélt svo fótgang- andi alla leið til Danmerkur. Það eru rúmar 200 mílur. Pegar hann var kominn heim aftur, greiddist fljótt úr fyrir honum, og varð hann fyrst heimiliskennari hjá presti nokkrum á Jótlandi. Um þessar mundir kom upp Slésvíkurófriðurinn fyrri og gekk Kold í sjálfboðaliðið. Pegar fyrsta ófriðarárið var á enda, leitaði hann aftur fyrir sér um kenslustörf og var svo heppinn að komast í kynni við ungan prest, Vilhelm Birkedal að nafni, sem seinna varð mjög kunnur í Danmörku. Hann fluttist með honum til Ryslinge á Fjóni 1849 °g átti að verða heimiliskennari hjá lionum. Birkedal var einn af ótrauðustu fylgismönnum Grúndt- vígs og var því hlyntur þeirri kensluaðferð, sem Kold hafði tekið upp og sætt svo miklu mótlæti fyrir. Hann hvatti og styrkti Kold til að safna að sér lærisveinum og byrja á alþýðufræðslu í anda Grúndtvígs. það varð að samningum með þeim Kold og Birkedal, að Birkedal skyldi útvega honum að minsta kosti 5 utanhéraðs læri- sveina, svo hann gæti byrjað alþýðuskóla á prestsetrinu eftir beztu föngum. Hann ætlaðist til að lærisveinarnir væru á fermingar- aldrinum og bauðst til að kenna þeim fyrir 10 rdl. hverjum um veturinn. Foreldrarnir áttu að sjá þeim fyrir fæði og húsnæði hjá þorpsbúum í grendinni. Tað sem Kold ætlaði fyrir sér með þess-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.