Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Page 31

Eimreiðin - 01.01.1902, Page 31
3i andi. Pegar hann var búinn aö segja þeim kafla úr þeirri fræði- grein, sem hann hafði með höndum, var hann eftir á vanur að koma með einkennilegar og smellnar athugasemdir viðvíkjandi frá- sögninni. þessar athugasemdir festu djúpar rætur í hjörtum læri- sveinanna og höfðu mjög vekjandi áhrif á þá, einmitt af því að þær voru klæddar í svo einkennilegan búning. Venjulegar skóla- námsgreinar, t. d. lestur, reikningur og skrift, voru auðvitað kendar, en hann lagði þó ekki aðaláherzluna á þær eða þekkingarforðann yfir höfuð. »Að minni hyggju,« segir hann, »hlýtur það að vera aðaltilgangur alþýðufræðslunnar, að opna uppsprettur sálarlífsins hjá lærisveinunum; takist það, þá mun alt annað veita auðvelt. Meðalið, sem ég nota til þess, er saga og skáldskapur, borið fram á vængjum hins lifandi orðs. Lestur og bókagrúsk getur vakið hjá manni skilning og umhugsun, en það megnar ekki að lífga og verma eins og hið lifandi orð á vörunum«. Samhliða skólunum stofnaði Kold félag í sveitinni til fræðslu og uppbyggingar, og hélt það fundi á hverju laugardagskveldi. Kold byrjaði fyrst með því að halda ræður um ýms efni, síðan las hann upp kafla úr beztu skáldritum Dana. Af félagi þessu hafði hann hina mestu ánægju. Honum farast þannig orð um það í bréfi einu: »í félag- inu hjá mér eru 16—20 stöðugir lærisveinar úr sveitinni, mest vinnumenn og ungir húsmenn, og það orð fer af því hér um slóðir, að það hafi mikil og góð áhrif. Bændurnir þykjast hafa tekið eftir mikilli breytingu til hins betra í fari vinnufólksins bæði til orðs og æðis.« Meðan þessu fór fram höfðu vinir Grúndtvígs og fylgifiskar í Kaupmannhöfn borið saman ráð sín um stofnun alþýðuháskóla og bundið með sér félagskap í þeim tilgangi. Peir voru allflestir mentamenn, en enginn þeirra þóttist þó fær um að standa fyrir slíkum skóla. »Við þurfum að fá mann, sem er runninn af rótum sjálfrar alþýðunnar og er henni samþýddari en við, — þótt skömm sé frá að segja —, mann, sem þekkir alþýðuna út og inn og ber hag hennar fyrir brjósti sér, sem ekki að eins getur talað til hennar, heldur líka hefur lag á að vekja eftirtekt og ást hjá henni,« skrifar einn af þessum mönnum. Og maðurinn, sem bauð sig fram til þess, var líka sá rétti — það var Kold. Vorið 1850 var á boðstólum hús í Ryslinge, og hafði Kold augastað á því, en skorti efni. Hann réð því af að fara til Kaup- mannahafnar til að leita fyrir sér um hjálp og fjárstyrk. Hann

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.