Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 32
32 lagði á stað fótgangandi og var á tréskóm, og leizt Hafnarbúum hann alt annað en snyrtimannlegur, er þeir sáu hann Kold hitti fyrst Grúndtvíg að máli og greiddi hann götu hans eftir mætti og lagði ríflegan skerf til skólans. Félag það, sem áður er nefnt, tók vel undir erindi Kolds, og fyrir tilstyrk þess safnaðist nægilegt fé til að kaupa húsið og koma því í lag. Dálítill landskiki fyrir utan þorpið fylgdi með í kaupunum og réð Kold af að flytja húsið þangað, svo hann gæti selt lóðina, sem húsið stóð á inni í þorpinu. Hann hafði nú að öllu samtöldu I ioo dali úr að spila. Pannig hafði Kold loks tekist að koma sér upp sjálfstæðum skóla, og þóttist nú hafa himin höndum tekið. Skólahúsið var fullgert í nóvember 1851 og Kold var búinn að ráða sér aðstoð- arkennara. En nú var það eftir, sem alt var undir komið: að fá lærisveina. Pað var aðeins einn búinn að gefa sig fram. Ekki var hægt að kenna því um að skólagjaldið væri hátt; hann fór ekki fram á að fá nema 6 rdl. á mánuði fyrir fæði. húsnæði og kenslu. En menn voru ekki enn þá farnir að gera sér ljósa grein fyrir þeim hugmyndum, sem lágu til grundvallar fyrir skólanum, og voru hálfhræddir um, að peningunum væri kastað á glæ, þar sem þeir ekki þegar í stað gáfu sýnilegan arð af sér, og námið leiddi ekki til neinnar sérstakrar stöðu eða hlunninda. Pá rættist óvænt úr fyrir Kold, þegar að því kom, að skólinn væri settur um haustið, því þá gáfu sig fram 15 lærisveinar, og játar Kold það sjálfur, að hann hafi aldrei verið eins glaður á æfi sinni. Sam- hliða þessum skóla fyrir fullorðna setti hann á stofn barnaskóla, sem var bygður á sömu grundvallarreglunni: frjálsri munnlegri ■fræðslu, en ekki utanaðnámi. Pessi barnaskóli varð síðar fyrir- mynd barnaskóla með líku sniði um land alt, hinna svo nefndu »frískóla«, og á sama hátt varð einnig alþýðuháskóli Kolds fyrir- mynd þeirra alþýðuháskóla, sem síðar voru settir á stofn. Að því er sjálfa skólabygginguna snerti, var að öllu leyti vel og snyrtilega gengið frá kenslustofunni og eldhúsinu, en mjög til sparað að öðru leyti. I herbergi Kolds sjálfs var mjög fátældegt umhverfis, og var ekki annað inni en hefilbekkur hans og lítill tréskemill. Ef gesti bar að garði, var þeim boðið ínn í skólastofuna, því önnur stofa var ekki til. Áður en kenslan hófst á morgnana var sunginn sálmur. Að því búnu skýrði Kold biblíusögur fyrir yngri deildar lærisveinunum og rifjaði upp, það sem hann hafði sagt þeim daginn áður. Á meðan veitti aðstoðarkennarinn eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.