Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 37
37
að koma alþýðunni í skilning um þetta, og vegurinn til þess var
ljós og bersýnilegur. P*að var sá vegur, sem Grúndtvíg hafði
bent á endur fyrir löngu og Kold tekið upp — alþýðuháskóla-
vegurinn.
Eitthvað líkar þessu voru þær skoðanir, sem vöktu fyrir öll-
um þorra þeirra manna, sem eitthvað hugsuðu um hag þjóðarinnar
og báru velferð hennar fyrir brjósti sér. Meðal þeirra voru nokkrir
ungir menn, sem þá voru nýkomnir af háskólanum og höfðu lokið
þar embættispróii. Eins og lög gera ráð fyrir, var það ætlun
þeirra að afloknu prófi að reyna að ná í eitthvert embætti, en við
ófriðinn kom ringl á ráð þeirra, eins og fleiri manna um þær
mundir og endirinn varð sá, að þeir helguðu alþýðufræðslunni lít
sitt. Pessir menn voru þeir Lúðvíg Schröder, Ernst Tríer,
Kristóffer Bágö og Jens Nörregárd; þeir urðu stofnendur
og forstöðumenn þriggja stærstu og áhrifamestu alþýðuháskólanna
í Danmörku.
Með því að ekki er unt að skýra jöfnum höndum og í senn
frá öllum alþýðuháskólunum, skal hér að eins rakinn ferill eins
hins helzta meðal þeirra. Pað er
alþýðuháskólinn í Vallekilde, er
stofnaður var af Ernst Tríer,
einhverjum hinum merkasta og
einkennilegasta af lærisveinum
Grúndtvígs
Ernst Tríer var kaupmanns-
sonur og af Gyðingum kominn í
báðar ættir. Hann var fæddur í
Kaupmannahöfn 1837. Á ungum
aldri var hann settur til menta,
og þegar hann haf ði lokið stúdents-
prófi, lagði hann stund á guðfræð-
isnám við háskólann. Hann var fjörmaður hinn mesti og gleði-
maður og hneigðist mjög að jafnöldrum sínum meðal listamann-
anna. Samt sem áður bjó mikil alvara og áhugi undir æskufjör-
inu hjá honum, og ásamt nokkrum af kunningjum sínum — þar á
meðal þeim þrem, sem áður eru nefndir — tók hann sig brátt út úr
glaum og gleði stúdentalífsins, og leituðust þeir við að rækja
námið af meiri alvöru og kostgæfni, en alment átti sér stað. feir
ræddu einnig sín á milli ýms atriði, er snertu kirkjulífið og þjóð-
Ernst Tríer.