Eimreiðin - 01.01.1902, Qupperneq 38
3«
lífið. Af tilviljun komst þessi flokkur í kynni við Grúndtvíg, og
eins og vænta mátti um svo alvörumikla trúmenn og framgjarna
ættjarðarvini, snerust þeir brátt á skoöanir hans og hétu því með
sjálfum sér að greiða þeim veg eftir megni. Að vísu kom þeim
ekki til hugar þegar í stað að gangast sjálfir fyrir útbreiðslu
þeirra meðal alþýðunnar, en viðkynningin við Grúndtvíg varð þó
til þess, að lífsstefna sumra af þessum mönnum breyttist algerlega.
1863 lauk Tríer prófi við háskólann og ætlaði síðan að sækja
um brauð, en þá bar ófriðinn að höndum. Hann vildi fyrir hvern
mun taka þátt í honum, en með því hann þóttist betur fallinn til
friðsamlegra starfa en orustu, sótti hann um preststöðu við herinn.
Honum auðnaðist að vísu ekki að fá þá ósk uppfylta, en vanst
þó það á, að hann var skipaður djákni við herinn og fylgdi hon-
um 1 stríðið. Þegar vopnahle var á komið og lausafregnir tóku
að berast um hina þungu friðarkosti, fékk það mjög á Tríer, eigi
síður en aðra hina beztu menn meðal Dana, að vita blóði svo
margra góðra drengja úthelt til ónýtis. Hann lýsir sjálfur hugar-
ástandi sínu eftir ófriðinn á þessa leið. »Ég man hvað mér var
ósegjanlega mikið niðri fyrir og ég hugsaði með sjálfum mér, að
ég væri þar bezt kominn, ef ég gæti holað mér niður sem barna-
kennari einhversstaðar úti á Jótlandsheiðum, þar sem ég gæti eins
og flúið undan smáninni og falið mig í einverunni.«
Éessi hugsun átti sér þó ekki langan aldur hjá honum. Hann
átti um sama leyti tal við ungan prest, er hann þekti lítið eitt, og
við það samtal vaknaði aftur hjá honum æskufjörið og starfsþráin.
Éeir ræddu um ástandið eftir ófriðinn og talið barst að því, hvort
ekki væri neinn vegur að endurreisa þjóðina eftir þetta mikla fall,
og á endanum urðu þeir báðir á eitt sáttir um, að vissasti vegur-
inn til endurreisnar væri sá, að hefja meðal þjóðarinnar alþýðu-
fræðslu í þeim anda, sem Grúndtvíg hafði bent á.
Upp frá þessu hafði Tríer allan hugann á að setja á stofn
alþýðuháskóla, og hafði helzt augastað á Vallelrilde, þar sem kunn-
ingi hans var prestur, sá er áður er nefndur. Foreldrar hans
hnigu að þeirri ráðagerð og margir af kunningjum hans ýttu undir
hann. Hann ferðaðist því til Vallekilde um nýjársleytið 1865 til
að leita fyrir sér um húsnæði handa skólanum, en það ætlaði að
ganga heldur stirt. Loks tókst prestinum, kunningja hans, að út-
vega honum 3 herbergi til leigu fyrir næsta vetur á bóndabæ
nokkrum, og átti stærsta herbergið að vera skólastofa, en hin