Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 59

Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 59
59 Vilji menn grenslast eftir, hverjir það eru, sem hafa verið fyrirmynd annarra í búnaði og mest og bezt starfað í þarfir regluseminnar, hverjir hafa öðrum fremur gengist fyrir alþýðufyrirlestrum, lestrar- félögum, hælum fyrir munaðarleysingja, skotfélögum, samlagsbúum til smjör- og ostagerðar, slátrunarhúsum, búnaðarfélögum og spari- sjóðum, í stuttu máli, hverjir það eru, sem hafa viljað eitthvað, vogað eitthvað og getað eitthvað, þá munu það oftast nær vera gamlir háskólalærisveinar, sem eiga upptökin að hugmyndunum og hafa barist fyrir þeim. Og það er líka synd að segja, að þeim sé hlíft, þegar til opinberra starfa kemur. sxPað er gengið í skrokk á okkur miskunarlaust««, sagði miðaldra bóndi við mig, »»því við- kvæðið er stöðugt: f’ið eruð skólagengnir, fram með ykkur! Við erum kosnir í sveitastjórn, skólanefndir og brunabótasjóðsstjórn. Pað er lagt að okkur að stofna kvöldskóla, annast bókaútlán, færa reikninga og sitthvað annað.«« fannig má hvervetna í lífi alþýðunnar sjá greinilega ávexti af starfi háskólanna. Hvergi koma þó þessi áhrif jafnátakanlega frarn og í búnaðinum. Mönnum ber alment saman um, að þótt skólarnir hafi að mörgu leyti haft mikla þýðingu, þá hafi þeir þó haft langmesta þýðingu fyrir landbúnað Dana og í raun réttri stuðlað til þess, að hrinda honum í alveg nýtt horf. Og þó þeir hefðu ekkert annað gert, þá væri það eitt nóg til að tryggja þeim ævarandi orðstír. Pað var lengi ein af helztu mótbárunum á móti alþýðuhá- skólunum, að þeir væru ekki til annars en að ala upp í alþýð- unni óbeit á líkamlegri vinnu, að þeir kæmu svo miklum reigingi í bændasynina og vinnuhjúin, að þau fengjust ekki til að taka á nokkru verki framar. En reyndin hefur orðið öll önnur. Hún hefur borið þess ljósan vott, að lærisveinar alþýðuháskólanna hafa að öllum jafnaði orðið langframtakssömustu og duglegustu bænd- urnir. Eg skal leyfa mér að styðja þessa staðhæfingu með vitn- isburði nokkurra merkra manna. Fyrir hér um bil 20 árum hélt N. J. Buus, landbúnaðarum- sjónarmaður, fyrirlestur í »Landbúnaðarfélagi« Dana, og mintist hann á háskólana í sambandi við landbúnaðinn á þessa leið: »Skoðanir manna um þýðingu alþýðuháskólanna eru mjög skiftar, og hafa sumir orðið til, að kveða upp harðan dóm yfir þeim. I’eir berja því við, að þeir veiti nemendunum litla þekkingu, en ali aftur á móti upp í þeim sjálfsálit. Pað er hugsanlegt, og enda

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.