Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 63
63
Gotar taka Róm,,
Ó Róm — þínir steinveggir standa’ ekki lengur,
þeir steypast um koll, þegar byltingin gengur
að garði, sem ferlegur fellibylur. —
Nú stendur það varla, sem skörðin skilur.
Ó Róm, þú heimsfrægi hallanna bær,
með hvelfingum, björtum sem jöklanna tindum,
með súlum og bogum í margskonar myndum, —
hve geiglegt var áður að ganga þér nær!
í*ú bær, sem varst margraddað lífsnautnar lag,
sem listina, hreystina’ og spekina fæddir,
sem alla um mannsandans mikilleik fræddir,
þú höfuðból veraldar — hvað ertu’ í dag?
Nú hrinda þeir marmara-myndunum niður
af múrnum á fjöldann, sem áfram sér ryður;
nú hristast þín virki við högg og slög,
nú hljóða þín börn við spjótanna lög,
og angistar-hróp gegnum hallirnar dynja,
er hrynjandi súlurnar stynja.
Ó Róm, þú aflvana, andlega snauða,
sem engdist svo lengi í sællífisdauða,
með grafandi mein undir gyltu skinni,
með grimmustu illverk á samvizku þinni.
Þú treystir á gamalla guða hylli,
hvað gagna þér mannblót á þvílíkum dögum?
Pú treystir á feðranna frægð og snilli,
hvað frelsa þig myndir úr eldgömlum sögum?
Nú brakar þú öll, eins og hrynjandi heimur,
nú hriktir í eldgömlum sinum og beinum,
nú rífast án miskunnar steinar frá steinum;
nú styður ei frægðin þig heldur en eimur.