Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 63
63 Gotar taka Róm,, Ó Róm — þínir steinveggir standa’ ekki lengur, þeir steypast um koll, þegar byltingin gengur að garði, sem ferlegur fellibylur. — Nú stendur það varla, sem skörðin skilur. Ó Róm, þú heimsfrægi hallanna bær, með hvelfingum, björtum sem jöklanna tindum, með súlum og bogum í margskonar myndum, — hve geiglegt var áður að ganga þér nær! í*ú bær, sem varst margraddað lífsnautnar lag, sem listina, hreystina’ og spekina fæddir, sem alla um mannsandans mikilleik fræddir, þú höfuðból veraldar — hvað ertu’ í dag? Nú hrinda þeir marmara-myndunum niður af múrnum á fjöldann, sem áfram sér ryður; nú hristast þín virki við högg og slög, nú hljóða þín börn við spjótanna lög, og angistar-hróp gegnum hallirnar dynja, er hrynjandi súlurnar stynja. Ó Róm, þú aflvana, andlega snauða, sem engdist svo lengi í sællífisdauða, með grafandi mein undir gyltu skinni, með grimmustu illverk á samvizku þinni. Þú treystir á gamalla guða hylli, hvað gagna þér mannblót á þvílíkum dögum? Pú treystir á feðranna frægð og snilli, hvað frelsa þig myndir úr eldgömlum sögum? Nú brakar þú öll, eins og hrynjandi heimur, nú hriktir í eldgömlum sinum og beinum, nú rífast án miskunnar steinar frá steinum; nú styður ei frægðin þig heldur en eimur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.