Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Side 65

Eimreiðin - 01.01.1902, Side 65
65 Og þjóðirnar sættast, þær blandast og breytast, og böndum, sem ei verða rofin, þær skeytast, þær byggja sér saman og græða sér grund og Gotarnir faðrna hin ítölsku sprund. Og kraftur og menning sig endalaust eina og ein verður trúin, hin guðlega, hreina. Pví Róm þurfti yngjandi, örvandi blóð, en ylgeisla menningar Gotanna þjóð. Og þegar svo alt hefur þroskanum náð, já, þá kernur viðreisnin, tigin og fögur, með listir og frægð og með ljóð og með sögur, og hefjandi blæ yfir lög og láð. Hvort þekkirðu’ ei Gotanna berserkjablóð, er byltist það fram gegnum Dante’s ljóð, og helvítið opnar og harðstjórann dæmir? Og þekkirðu’ ei dirfðina í »furstans« fræðum og fjörið og eldinn í »svartmunksins« ræðutn, sem lygarann hræðir og lygina flæmir? Og jafnvel á Vinci’s og Angelo’s ennum vér eining hins gotneska og rómverska kennuin. Guðm. Magnússoit. Afturgangan. Hinn frægi skurðlæknir, prófessor Junker í Halle á fýzka- landi, hefir nýlega sagt frá atburði, sem kom fyrir hann fyrir mörg- um árum, og sem er áreiðanlega sannur. Einhverju sinni þegar prófessor Junker átti að taka á móti líkum tveggja glæpamanna, sem höfðu verið hengdir. fann hann hvergi lyklana að líkskurðarsalnum, og lét því bera líkin, sem vóru saumuð innan í stóran poka, upp í herbergi við hliðina á vinnu- stofu sinni. Um kveldið settist Junker eins og vant var við rit- 5

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.