Eimreiðin - 01.01.1902, Side 66
66
störf áður en hann fór að hátta. Pegar klukkan var nýbúin að
slá 12 og alt lá í fasta svefni í húsinu, heyrði hann alt í einu
eitthvert þrusk, og virtist honum hljóðið koma frá hliðarherberg-
inu. Honum datt þá í hug, að menn kynnu í gáleysi að hafa
lokað köttinn þar inni, og hann gæti nú ef til vill eyðilagt líkin
fyrir honum. Hann fór því á stjá með ljós í hendinni, til þess að
vita, hvaðan þetta þruskhljóð kæmi. Pað er hægra að hugsa sér
en að lýsa því með orðum. hve forviða eða öllu heldur skelkaður
hann varð, þegar hann sá, að pokinn, sem líkin vóru í, var rifinn
í sundur í miðju. Junker gekk nær og sá þá, að annaö líkið var
horhð. Bæði gluggarnir og dyrnar vóru harðlæstar, svo ómögu-
legt virtist, að neinn hefði getað rænt líkinu. Junker varð felmt
við, skimaði alt í kringum sig í herberginu og kom loks auga á
líkið, sem lá í kuðung í einu horninu. Junker stóð eitt augnablik
grafkyr, því líkið virtist að stara á^hann. Pá gekk Junker fyrst
nokkur skref til hægri og svo nokkur skref til vinstri, en altaf
fylgdi augnaráð líksins honum eftir.
Nú fór heldur en ekki að fara um prófessorinn og hann tók því
að hafa sig á brott, en gekk þó aftur á bak, svo að hann gæti
séð, hvað líkinu liði. Hann hélt á ljósinu í antiarri hendinni. en
með hinni fálmaði hann eftir dyrunum og fann þær bráðlega. En
þá reis afturgangan á fætur og veitti honum eftirför. Hann sá
andlitið nábleikt og skrokkinn allsnakinn þokast áfram. Lágnættis-
stundin, er þessi atburður varð, og dauðakyrðin í kringum hann
ásamt öðru fleiru lögðust á eitt með að vinna bug a hugrekki
hans. Honum varð svo aflfátt, að hann gat ekki haldið á ljósinu,
en misti það og það slöknaði. Hann tók þá til fótanna, hljóp inn
í herbergi sitt og fleygði sér upp í rúmið. En afturgangan kom
jafnharðan á hæla honum og óðar en varði lá hún við rúmstokk-
inn og faðmaði fætur hans.
»Sleptu mér, hver sem þú ert!« æpti Junker.
Afturgangan slepti takinu og hneigði sig djúpt. Svo fór hún
að reyna að tala, en kom lengi vel engu orði upp. Loksins tókst
henni að stama út úr sér með veikri röddu: »Kæri böðull, bezti
böðull! miskunnaðu þig yfir mig!«
Nú fór Junker að skilja hvernig í öllu lá, og náði sér skjótt
attur. Hann sagði nú glæpamanninum, hver hann væri og lét eins
og hann ætlaði að fara að kalla á einhvern af fólkinu í húsinu.
»Ætlið þér að steypa mér í glötun?« spurði afturgangan. »Ef