Eimreiðin - 01.01.1902, Síða 76
76
í kvæðum hans, og kemst höf. þar að þeirri niðurstöðu, að hún hafi verið mjög lík
húsaskipun Islendinga á söguöldinni, eins og henni sé lýst í bók dr. Valtýs Guð-
mundssonar. Pannig álítur hann að höll Odysseifs eða p.£Yapov Grikkja hafi verið
hér um bil alveg eins og íslenzka stofan var í fornöld, og tilfærir hann marga
staði úr kvæðum Hómers þessu til sönnunar og eins myndir af fornrústum, er fund-
ist hafa frá elztu tímum Grikkja. Hann vitnar og til ýmsra annarra merkra vísinda-
manna (grískufræðinga), sem komist hafa að líkri niðurstöðu, og tekur svo upp
mynd af íslenzkri stofu úr ritgerð dr. V. G. »Den islandske Bolig i Fristatstiden«,
sem hann álítur að eins vel geti sýnt, hvernig gríska höllin hafi litið út. Til sam-
anburðar eru og myndir af grískum fornrústum o. fl.
UM ÍSLENZKAR KONUR hefir frú Agnes Zimsen (ekkja konsúls N. Zimsens
í Rvík) skrifað langa grein í »Kvindernes Blad« (aukablað við »Nationaltidende«).
Greinin er í 4 köflum (6., 13., 20. og27.júní 1901) og er fyrsti kaflinn um íslenzkar
fornaldar- og miðaldakonur, annar um ís). nútíðarkonur, heimilislíf þeirra og starf-
semi andlega og verklega, þriðji um kvennaskóla, kvennablöð og kvennskáld, og hinn
fjórði um ísl. kvennfélög og starfsemi þeirra. Greinin er rituð af einkarhlýjum hug
og satt og rétt skýrt frá öllu, en því miður hafa mörg af hinum íslenzku nöfnum
afbakast mjög í prentuninni, auðsjáanlega af því, að frúin hefir ekki sjálf átt kost
á að lesa prófarkir af greininni, því afbakanirnar eru allar þannig lagaðar, að þær
bera með sér, að nöfnin hafa verið rétt í frumhandritinu. Það er vel gert af frú
Z. að fræða löndur sínar am íslenzka kvennfólkið og starfsemi þeirra. — Sama kona
hefir og þýtt þjóðsöng vorn »Eldgamla ísafold« á dönsku, en ekki er sú þýðing
gallalaus, þó sumt í henni hafi tekist allvel.
BÁBILJUR UM NOREG OG Í3LAND heitir grein, sem prófessor B. KahLe í
Heidelberg (sá er ferðaðist á íslandi hérna um árið) hefir ritað í »Beilage zur All-
gemeine Zeitung« (Munchen 17. jan. 1902). Greinin er í tveimur köflum og er hinn
fyrri aðallega þess efnis, að sýna fram á, hvílíkar fjarstæður og lokleysur oft megi finna
í lýsingum manna á fjarlægum og afskektum þjóðum, eins og t. d. íslendingum, og
hversu lífseigar þessar vitleysur séu, þegar einu sinni er búið að unga þeim út. Mörg
ágæt dæmi þessa frá eldri tímum megi finna í »Landfræðissögu« dr. I3. Thóroddsens,
sem nú sé komin út á þýzku. Og sama sé enn uppi á teningnum og sé ekki auð-
gert að fá slíkt leiðrétt. Sem dæmi þess nefnir hann bullgrein, sem staðið hafi í
>»Volkszeitung« í Berlín 28, nóv. 1890. Hann hafi sent blaðinu leiðrétting, en fengið
liana endursenda með þeirri athugasemd, að lýsing höfundarins í »Volkszeitung«
komi heim við lýsingu eftir Max Nordau, sem hafi sjálfur dvalið tveggja mánaða
tíma á íslandi 1874. Prófessor Kahle kveðst svo hafa gert aðra tilraun og sent
öðru blaði í Berlín leiðrétting sína og bætt við leiðrétting á lokleysum Nordau’s.
En það hafi farið á sömu leið. Blaðið þóttist ekki hafa rúm fyrir leiðréttingarnar.
Líkt ætlaði að ganga með að koma að grein á móti ritgerð um siðalögmál íslendinga
og Norðmanna í fornöld eftir Adalbert Svoboda í tímaritinu »Das freie Wort« (5.
des. 1901). Próf K. sendi ritstjórninni leiðréttingar á ýmsu í þeirri grein, en fékk
þær endursendar. En nú hefir hann loks komið þeim að í »Allgem. Zeitung« og
eru þær aðalefnið í síðari kaflanum af grein hans þar. En með því sá kaflinn er
nokkuð sérstaklegs efnis, og fremur vísindalegs en alþýðlegs, viiðist ekki ástæða til
að skýra frekar frá efni hans. V. G.