Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Page 41

Eimreiðin - 01.05.1913, Page 41
Útburðir. (Gömul ræða). Eiiui sinni var verið að halda brúðkaup. Þar var fjölmenni niikið og gleði. Brúðurin var ung og fríð og þótti hinn bezti kvenkostur. Pegar leið á veizluna, heyrðu menn, að komið var á gluggann í veizlustofunni, og kveðin þessi vísa; »Kosta átti eg kirnum, tii manns var eg ætluð reisa átti eg bú; eins og þú.c Menn ætla að þessi vísa hafi verið kveðin til brúðarinnar, og að systir hennar hafi kveðið hana; því móðir hennar hafði borið hatia út. — Mér hefir altaf fundist þessi saga átakanleg: — rödd utan úr myrkrinu — mitt í gleðiglaumnum, rödd frá þeim, sem kastað var út á hjarnið. Rödd frá systurinni, sem rænd var rétti lífsins, mannréttinum, kvenréttinum: »Kosta átti eg kirnum.« — Pað er andvarp mannsefnisins, sem ekki varð að manni, hæfileik- anna, sem heftir voru, neistans, sem ekki varð að björtu báli. Og mér finst sögurnar um útburðina, sem hrekjast um allan aldur á sömu stöðvum, útburðina, sem skríða á öðru hnénu og öðrum olnboganum, með krosslagðar hendur og fætur, og villa vegfarandann með veini sínu — mér finst þær svo ömurlegar, af því þær eru svo sannar — ef ekki í sinni bókstaflegu merkingu, þá eftir andanum. Pví það er margur útburðurinn í heiminum, ef að er gáð. Eg á ekki við börnin, sem mæður bera út og fyrir- fara — ég á við öli þau börn, sem sett eru á hjarnið og lifa hálfu lífi alla æfi; ég á við börnin, sem fátæktin og mentunar- leysið neyðir til að skriða á olnboganum og hnénu með kross- lagðar hendur og fætur, af því þeim hefir ekki verið kent að ganga eins og manninum er áskapað, ganga bein og bera höfuðið hátt og nota rétt hug og hendur. Eg á við alla þá menn, sem sakir ills uppeidis verða aldrei nema hálfir menn, og verða að ráfa á villigötum, og leiða stundum saklausa menn í tortímingu, þegar verst viðrar. Af slíkum mönnum er margt í hverju landi, mannsefnum, sem aldrei verða að manni, fyrir ræktarleysi þeirra, sem betur mega. Hver, sem gengur um fátækustu götur erlendra stórborga, sér líka útburði í hverju spori; og hávaðinn af þeim

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.