Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 1
Böð og bakstrar.
Eftir VAI.U. ERLENDSSON lækni.
Allir, sem baða sig daglega, eða að mun hafa notað böð,
einkum köld böð, geta borið vitni um, hve hressandi og styrkj-
andi þau eru fyrir líkamann, meira að segja bæði fyrir sál og lík-
ama. t’egar þessa er gætt, er það mjög merkilegt að íhuga, að
á öllum öldum hefir meginþorri manna beinlínis verið hræddur
við vatnið, hræddur við að væta á sér kroppinn. Og þrátt fyrir
allar framfarir, aukna mentun og hollari lifnaðarhætti hefir mikill
hluti almennings enn þá ýmugust á böðum. Mér er kunnugt um,
að bæði víða á íslandi og hér í Danmörku eru margir, einkum
eldra fólk, sem næstum heldur vilja láta sig drepa, en fara niður
í baðker, að ég ekki tali um steypiböð. Að minsta kosti upp til
sveita á Islandi þvoðu menn sér ekki nema endrum og sinnum
um allan líkamann í ungdæmi mínu, og þá helzt á stórhátíðum,
einkum á aðfangadag jóla. Víða úti a landsbygðinni hér í Dan-
mörku er engu betur ástatt, að því er böð snertir. Eg man eftir,
þegar ég árið 1908 var aðstoðarlæknir á sjúkrahúsi einu á Sjá-
landi, skamt frá Kaupmannahöfn, að maður á sjötugsaldri, sem
lagður var inn á spítalann, hélt, að hjúkrunarkonurnar ætluðu að
drekkja sér í baðkerinu, og bað þær hástöfum, eins og guð sér
til hjálpar, að þyrma sér; og seinna, er ég kom til sögunnar,
barðist hann um á hæl og hnakka og hrópaði, að hann vildi
heldur láta skera sig kvikan á hol, en drukna þarna í lauginni.
Hann vissi ekki, hvað bað var, hafði aldrei á æfi sinni þvegið sér
um allan kroppinn. Pess ber að geta, að hann var að öðru leyti
mjög á eftir tímanum, hafði t. d. aldrei komið til Kaupmanna-
6