Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 3
79 ofkælingu en fullorönum, vegna þess aö yfirborð líkama þeirra er aö tiltölu miklu stærra en á fullorðnu fólki. Öðru máli er að gegna með kalda bakstra, sem oft er hægt að nota í sjúkdóms- tilfellum, þótt um börn sé að ræða, eins og síðar mun getið. Alment stafar hræðsla fólks við kalt vatn frá þeirri skoðun, að það rýri eða steli burt nokkru af hinum eðlilega hita líkamans, og sé það sérstaklega skaðlegt, er um börn eða veiklað fólk sé að ræða. En þessi skoðun er alveg röng; því að snögg kulda- verkun á hörundið, eins og t. d. köld böð (o: io—20° kerlaugar eða steypiböð) framleiða aukinn hita í líkama mannsins, eða að minsta kosti aukna hitatilfinningu í hörundinu. Köld böð draga þannig ekki úr eðlilegum líkamshita, ekki einu sinni, þó um veikl- aða menn eða blóðlitla sé að ræða, heldur geta þau einmitt auk- ið hann; því að við böðin styrkist og stælist taugakerfið, sem aft- ur verður þess valdandi, að hitaframleiðsla líkamans vex að meiri mun, en hörundið missir í af hita sínum. En þar eð hitaframleiðsla er eitt hið mikilvægasta lífsstarf næstum allra líffæra líkamans, og þau á hinn bóginn við aukna hitaframleiðslu fá meiri kraft og lífs- þrótt, þá getur þetta einmitt haft mikla þýðingu, þegar um börn er að ræða og veiklaða menn, sem þurfa að auka og efla lífskraft hinna ýmsu líffæra. Sem dæmi þess, hve gott heilbrigðismeðal kaldir vatnsbakstr- ar geta verið, jafnvel við mjög þunga sjúkdóma hjá börnum, skal hér tilfærð frásögn eftir þýzkan barnalækni. Par segir svo: »Eg hafði fyrir skömmu til lækninga barn eitt, þriggja mán- aða gamalt, er þjáðist af maga- og garnabólgu. Eað var mjög að- fram komið, er ég sá það í fyrsta skiftið, því kalt á höndum og fótum, blárautt í andliti og á vörum, og hjartað svo máttvana, að varla varð vart við, að lífæðin slægi. Eftir að barn þetta háfði fengið kalda vatnsbakstra kringum kviðinn og bakið, brá undir- eins til batnaðar, uppsala og niðurgangur hættu alveg, og barnið lifnaði við að öllu leyti og náði brátt fullri heilsu.« Til að lækna að fullu þetta dauðvona barn, nægðu aðeins kaldir bakstrar, og það þurfti hvorki að grípa til þess að nota »mixtúrur« né »púlver«. Tað hefir auðvitað afarmikla þýðingu, að bakstrarnir séu rétt og vandlega á lagðir. Bezt er að nota þykt léreft eða líndúk, samanbrotinn fer—sexfaldan; svo dýfir maður honum í nokkrar mínútur niður í io—140 heitt vatn, þ. e. vatn, sem hefir alment stofuhitastig. Pví næst er baksturinn þur- 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.