Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 31
107
Mér varð orðfall í svipinn. Petta var sagt með svo undar-
legri tviræðni, að ég vissi varla, hvaðan á mig stóð veðrið.
»Viltu ekki vindil?« bætti hann við og rétti mér einhvern hel-
vízkan »hundtyrkja« yfir borðið, ramsterkan og eitraðan. Rétt a
eftir kom kaffið og hann hélt áfram:
»Að vera löggjafi — skolli hlýtur það að vera gaman.
Löggjafi, — eftirmaður Sólons hins spaka, og Alexanders • og
Cæsars og Napóleons — allra þessara frægu og vitru manna,
sem rist hafa nöfn sín með ódauðlegum orðstír í veraldarsöguna.
— Vera ekki nema rúmlega þrítugur og vera orðinn löggjafi
— tekinn í tölu þeirra manna, sem þjóðin kýs til að ráða ráðum
sínum með speki og snilli og semja lögmálið og lífsreglurnar fyr-
ir alda og óborna. — Að vera löggjafi —! Og svo veiztu ekki
af því! — Þú ert auðvitað eins og .allir aðrir miklir löggjafar, —
og allir hinir þingmennirnir, auðvitað — barnslega saklaus og auð-
mjúkur í andanum. — Ekki er hætt við, að þið ofmetnist! — Pið
eruð eins og hestarnir, sem ekki hafa hugmynd um afl sitt, en
láta stjórnast af litlu- barni.«
Hæðnin í orðum hans gekk mér gegnum merg og bein.
þetta var alt sagt með svo hógværri ósvífni, svo ástúðlegri
óskammfeilni. og glottið á þessu gula smetti svo hátíðlega
og ljúfmannlega djöfullegt, að það fór kaldur hrollur um mig
allan.
Hann hélt áfram:
»Löggjafi — að hugsa sér annað eins,— aðra eins spenni-
vídd af valdi og mætti! — Löggjafi ■—maður, sem getur sett öðr-
um mönnum lög — ad Helvede til — eins og vinur okkar, Dansk-
urinn, kemst að orði, — getur ráðið yfir lífi og dauða, fé og far-
sæld hvers einstaks manns og allrar þjóðarinnar í heild sinni. —
Og svo v e i t hann ekki af því. Nei, vinur minn, nú gerirðu of
lítið úr þér! — Pú hlýtur að vera einn af hamingjusömustu mönn-
um jarðarinnar, einn af þeim, sem guðirnir sjálfir elska. — Prítug-
ur — eða ekki einu sinni það — próflaus og embættislaus —- og
vera samt orðinn löggjafi — geta sett fertugum, fimtugum, sex-
tugum, sjötugum, áttræðum og jafnvel níræðum körlum lögin og
lífsreglurnar—■ mönnum, sem hafa tvöfalda eða þrefalda lífsreynslu
við þig — miðað við áratöluna. — Geta sagt við þá alla í hóp:
Verið þið nú skikkanlegir, góðir hálsar. Við þökkum ykkur nú
með mestu virtum fyrir öll ykkar góðu ráð og bendingar og alla