Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 31
107 Mér varð orðfall í svipinn. Petta var sagt með svo undar- legri tviræðni, að ég vissi varla, hvaðan á mig stóð veðrið. »Viltu ekki vindil?« bætti hann við og rétti mér einhvern hel- vízkan »hundtyrkja« yfir borðið, ramsterkan og eitraðan. Rétt a eftir kom kaffið og hann hélt áfram: »Að vera löggjafi — skolli hlýtur það að vera gaman. Löggjafi, — eftirmaður Sólons hins spaka, og Alexanders • og Cæsars og Napóleons — allra þessara frægu og vitru manna, sem rist hafa nöfn sín með ódauðlegum orðstír í veraldarsöguna. — Vera ekki nema rúmlega þrítugur og vera orðinn löggjafi — tekinn í tölu þeirra manna, sem þjóðin kýs til að ráða ráðum sínum með speki og snilli og semja lögmálið og lífsreglurnar fyr- ir alda og óborna. — Að vera löggjafi —! Og svo veiztu ekki af því! — Þú ert auðvitað eins og .allir aðrir miklir löggjafar, — og allir hinir þingmennirnir, auðvitað — barnslega saklaus og auð- mjúkur í andanum. — Ekki er hætt við, að þið ofmetnist! — Pið eruð eins og hestarnir, sem ekki hafa hugmynd um afl sitt, en láta stjórnast af litlu- barni.« Hæðnin í orðum hans gekk mér gegnum merg og bein. þetta var alt sagt með svo hógværri ósvífni, svo ástúðlegri óskammfeilni. og glottið á þessu gula smetti svo hátíðlega og ljúfmannlega djöfullegt, að það fór kaldur hrollur um mig allan. Hann hélt áfram: »Löggjafi — að hugsa sér annað eins,— aðra eins spenni- vídd af valdi og mætti! — Löggjafi ■—maður, sem getur sett öðr- um mönnum lög — ad Helvede til — eins og vinur okkar, Dansk- urinn, kemst að orði, — getur ráðið yfir lífi og dauða, fé og far- sæld hvers einstaks manns og allrar þjóðarinnar í heild sinni. — Og svo v e i t hann ekki af því. Nei, vinur minn, nú gerirðu of lítið úr þér! — Pú hlýtur að vera einn af hamingjusömustu mönn- um jarðarinnar, einn af þeim, sem guðirnir sjálfir elska. — Prítug- ur — eða ekki einu sinni það — próflaus og embættislaus —- og vera samt orðinn löggjafi — geta sett fertugum, fimtugum, sex- tugum, sjötugum, áttræðum og jafnvel níræðum körlum lögin og lífsreglurnar—■ mönnum, sem hafa tvöfalda eða þrefalda lífsreynslu við þig — miðað við áratöluna. — Geta sagt við þá alla í hóp: Verið þið nú skikkanlegir, góðir hálsar. Við þökkum ykkur nú með mestu virtum fyrir öll ykkar góðu ráð og bendingar og alla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.