Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 56
132
pésa, sem prentaður var í Kaupmannahöfn 1694 um Heklugosifr
1693, en í Eldfjallasögu minni (bls. 59) leiðrétti ég þetta; höf-
undur skýrslu þessarar var Þorlákur Pórðarson biskups, en ekki
biskupinn sjálfur. Samt tekur Jón Borgfirðingur þessa meinloku
athugunarlaust frá Schythe inn í Rithöfundatal sitt 1884, bls. 17.
Á sama stað segir J. B., að Guðbrandur Porláksson hafi ritað
Lýsingu íslands (Descriptio Islandiœ), og ber Einar Bjarnason l)
fyrir því; en þeir hafa flaskað á því, að >Descriptio« þýðir á
fyrri tímum eins oft uppdráttur (landabréf), en Guðbrandur bisk-
up gerði sem kunnugt er fyrstur manna uppdrátt af Islandi.
Pessi íslandslýsing Guðbrandar, sem aldrei hefir verið til, hefir
svo úr Rithöfundatalinu komist inn í hina litlu Bókmentasögu dr.
Finns Jónssonar 1892, II, 62. Svona slæðast villurnar bók úr bók.
Að lokum vil ég benda sagnariturum vorum á, að Eldgjárgosið
mikla á 10. öld var eitt hið mesta gos, sem orðið hefir síðan
land bygðist, og breytti gjörsamlega landslagi í Vestur-Skafta-
fellssýslu; svo það var þegar á söguöld alt annað en á land-
námstíð á stóru svæði. Um þetta er ýtarlega getið í Ferðabók
III, 130—132 og í Lýsingu íslands II, 150—155.
II. HINAR FYRSTU GALDRABRENNUR.
í riti Jóns Jónssonar »íslenzkt þjóðerni« 1903, bls. 170,.
stendur þessi klausa: >Nokkrum árum síðar fékk Holgeir Rósen-
kranz höfuðsmaður því á komið með kappi og harðfylgi, að
menn voru brendir fyrir galdra hver á fætur öðrum, og var þó
ekkert ákvæði til í íslenzkum lögum, sem heimilaði slíka refsingu.
Hann knúði lögréttuna til að dæma þar eftir dönskum lögum.«
í »Ríkisréttindum Islands« 1908, bls. 172, segir Einar Arnórsson:
*) í handriti því af »Fræðimannatali« Einars Bjarnasonar, sem er í vorum
höndum, og sem er eiginhandarrit og sjálfsagt hið bezta og fullkomnasta, er »De-
scriptio Islandiœ« ekki nefnd á nafn, og eru þar þó talin 79 rit, er Guðbrandur
biskup haíi ýmist samið, útlagt eða látið prenta. En sem nr. 77 er þar talin
málun Islandsa. En svo segir þar síðar: »f> a r að auki tilbjó hann með
eigin hendi: 1. Himinsins hálfhvolf, sphæram eftir elevation sólar hér í landi,
er hann gaf Jóhanni Buckholt hirðstjóra. 2. Jarðarhnöttinn hafði hann líka byrjað
að teikna, í hverjum hann laga vildi íslands afstöðu, er hann fann ranga í sjókort-
unum. 3. Kort yfir ísland, er fyrir skal koma í Theatro Orthele (H. J.). 4. Kort
yfir Grænland.« RITSTJ.