Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 25
IOI kann að vera orðið að lögum og hvað ekki? — Veizt þú, t. d. hverjar hafnir er búið að löggilda og hverjar ekki? — 60—70 ný lög eftir hvert þing — það er álitleg viðkoma! Menn geta verið vitrustu og beztu menn þjóðarinnar, þótt þeir kynnu að villast í öðru eins moldviðri. En — hvað var ég nú eiginlega kominn langt í sögunni? Já, nú man ég það. Við vorum að slíta fundi í háttvirtri Neðri deild — einum af þessum óendanlegu fjárlaga-fundum, sem heil- brigð skynsemi fæstra háttvirtra þingmanna lifir af. Ég hafði haldið eina ræðu — eina dómadags-ræðu um eyðslusemi stjórn- arinnar — undirbúningsræðu undir næstu kosningar, eins og þú skilur. — Ég var vel undir búinn og lét mér takast upp — var bæði napur og harðorður og lagði ekki fingurna á milli. — Éað var öllu óhætt, því að hæstvirtur ráðherra var þá stundina inni í hinni deildinni. Pegar ræðan var búin, naut ég hennar í anda á eftir, og lét hina segja, hvað sem þeim þóknaðist. Ég las hana upp í huganum, orð fyrir orð, og gerði á henni þær umbætur, sem ég ætlaði síðar að skrifa niður, þegar mér gæfist tækifæri til að leiðrétta það, sem skrifararnir — dauð-þreyttir og hálf- sofandi — hefðu haft eftir mér, svo að háttvirtir kjósendur fengju vöruna sem vandaðasta. Að þessu var ég það sem eftir var fundarins, á meðan 30—40 ræður annarra beljuðu um hlustirnar á mér. Hvern fjandann varðaði mig um þvaðrið úr þeim. Ég naut minnar eigin ræðu og naut hennar í bezta tómi innan um alt skvaldrið; ég var ekki kominn þangað til að láta þá sann- færa mig með orðastraumi. — — Svo hrökk ég upp við það frá mínum sælu draumum, að atkvæðagreiðslan var skollin á. III. I Hefirðu litið inn í háttvirta Neðrideild, þegar langur fjárlaga- fundur hefir verið að enda? — Gott og vel. Pá veiztu, hvernig þar er umhorfs. — Breytingartillögur, breytingartillögur, breyting- artillögur — í stórum hrúgum, stórum flekkjum, á borðunum, á gólfinu, í gluggakistunum og utan í háttvirtum þingmönnum — allir vaða í breytingartillögum og altaf bætist við, altaf, fram að síðasta augnabliki, því að hver þingsendillinn gengur á eftir öðr- um með öllum bekkjunum og réttir hverjum háttvirtum þingmanni breytingartillögu, leggur hana á borðið hjá honum, ef hann er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.