Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 55
klega mest, af eldgosum úr Heklu; seinasti bærinn þar, Sanda-
tunga, tókst af við Heklugosið 1693. Hekla er nábúi dalsins og
hefir, hvenær sem vindur var á suðaustan, dembt ódæmum af
■ösku og vikri yfir dalinn; graslendi, skógar og bæir í Pjórsárdal
hafa smátt og smátt verið að ganga úr sér, en kollsteypirinn
mun hafa komið við hið mikla Heklugos 1341, þá er sagt, að 5
hreppar hafi eyðst, og vindstaðan meðan á gosinu stóð bar ein-
mitt öskumökkinn yfir Pjórsárdal. Frá þessu öllu hefi ég ýtar-
lega skýrt í »Andvara« 1889, bls. 70—76 (Ferðabók II, 164—
170). Síðar hefir þess oft verið getið í bókum, að Rauðukambar
væru ekki eldfjall, og hefðu aldrei gosið, en eyðing Pjórsárdals
væri líklega mest Heklu að kenna (sbr. t. d. Lýs. ísl. II, 134).
Mér datt því ekki annað í hug, en að þessi forni Rauðukamba-
draugur væri kveðinn niður að fullu og öllu, og mér brá því í
brún, þegar ég sá hann reka aftur upp hausinn í hinni nýju Is-
landssögu eftir Jón Jónsson dósent; þar er á bls. 173 án nokk-
urra efasemda sagt, að Rauðukambar hafi gosið 1343 og »eytt
allan Pjórsárdal, blómlega bygð og fagurt hérað viði vaxið«.
Bók þessi er ætluð æðri skólum og liðlega samin, svo búast má
við, að hún fái mikla útbreiðslu; ég vildi því með þessum línum
reyna að koma í veg fyrir, að menn aftur færu að leggja trúnað
á þessa fornu sögusögn, sem þegar hefir verið algjörlega hrakin
fyrir 26 árum.1)
Við sama tækifæri vildi ég leyfa mér að nefna það, að dr.
Björn M. Ólsen hefir í Búnaðarriti 1910, bls. 109, réttilega getið
þess, að eldgosið úr Öræfajökli 1349 muni eigi hafa eytt Litla-
hérað, eins og ég, samkvæmt skoðun Jóns Sigurðssonar (í Safni
I, 32), hafði sagt í Eldfjallasögu 1882, bls. 47, heldur gosið
1362; en hann hefir ekki athugað, að ég hafði fyrir löngu sett
fram sömu skoðun og hann og leiðrétt þetta í »Andvara« 1895,
bls. 56—60; lýsti ég þar ýtarlega gosum Öræfajökuls og jökul-
hlaupum þeim, sem voru gosunum samfara (sbr. Landskjálftar á
Islandi Í905, bls. 240). En annars er mjög örðugt að komast að
fullri vissu um gos Öræfajökuls á 14. öld, heimildirnar eru mjög
á reiki. Ennfremur má geta þess, að I. C. Schythe segir í riti
sínu um Heklu (bls. 34), að Pórður biskup Porláksson hafi ritað
J) Eftir að þetta var ritað hefi ég séð, að Magnús Helgason skólastjóri hefir
þegar bent á þessa villu í íslandssögu Jóns Jónssonar í »ísafold« 1915, 87. tbl.