Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 41

Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 41
þessi skipun — rak mig hvíldarlaust áfram, og loks rak hún mig í rúmið um kvöldið. Þar lá ég í köldu svitabaði, glað-vakandi, og lét lampann loga við höfðalagið mitt. Eg var að hugsa um alt þetta, sem ég hafði drepið við síðustu atkvæðagreiðslu, og ég vissi, að nú mundi koma aftur í nýrri mynd við næstu atkvæðagreiðslu, hálf-lifnað aft- ur, — allar þessar fögru hugsjónir, alla þessa ungu, gáfuðu menn, allan þennan ótrúlega lífsseiga gróður, sem hvarvetna ólgar upp úr íslenzkum jarðvegi, alt þetta, sem ber í sér hjartanlega ást til ættjarðar sinnar og dæmalausa þrá til að vinna henni gagn og sóma, hvað á sinn hátt, — alt þetta, sem teygir sig upp með tárvot augun og biður, biður í dauðans angist, biður sér lífs — hvernig sem maður setur á það hælinn með miskunnarlausri harð- ýðgi, — og þarf þó ekki nema auvirðilega mola af hinu mikla borði til að þrífast af. — Og svo þeir menn, sem berjast fyrir þessu af einlægni og áhuga, en ætíð eru í minnihluta. — Nú leitaði þetta alt saman á mig, liggjandi í rúminu, svo að mér fanst ég liggja í ormagarði. — En gegnum allar bænirnar ómaði stöð- ugt með þessum dimma grafarrómi: Hengdu þig! Já — var það ekki réttast? — — sþetta er ekkert að ótt- ast,« hafði afturgangan sagt. — »Augnabliks-andþrengsli, og svo sofnar maður, en vaknar upp aftur, vitur og voldugur og ódauð- legur.< Lampakrókurinn í miðju loftinu uppi yfir mér bauð sig beinlínis fram til þóknanlegrar aðstoðar. Eg einblíndi á hann, þangað til alt fór að kvika og iða fyrir augunum á mér. Mér fanst krókurinn lengjast og styttast, seilast nærri því ofan til mín og kippa sér svo upp aftur, gera við mig veiðigælur, eins og öngullinn við fiskinn. Snöruna hafði ég — ef ég var þá ekki búinn að týna henni. Var ekki réttast............? Eg veit nú ekki, hvað orðið hefði, hefði ekki óvænt atvik komið fyrir. Einn af — háttvirtum — þingskrifurum kom inn um gluggann til mín — blind-fullur — og bað mig að lána sér pen- inga. Hann hafði gengið á ljósið, og glugginn var opinn. Ég varð að fara á fætur úr bælinu til að hnoða honum aftur út um glugg- ann, og við það stímabrak komst rót á mig allan, bæði líkama og sál, svo að ég gat sofnað á eftir. — Við næstu atkvæðagreiðslu fjárlaganna gerði ég alla deild- ina að gjalti með því, hvernig ég hagaði mér. Ég hafði slitið af

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.