Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 37
fá lykilinn að með kosningunni. — Af þessum mönnum eru öll
þing veraldarinnar furðu þéttskipuð, og því þéttskipaðri, sem kosn-
ingarrétturinn er víðtækari, alþýðufrelsið meira og ábyrgðartilfinn-
ingin minni.«
»En hvers vegna ertu að þylja þetta yfir mér?« dirfðist ég
að segja. »Hvern þremilinn varðar mig um alt þetta?«
»Vertu nú góður, vinur minn! — í*að er ekki til neins, að
stökkva upp á nef sér við mig. Pað veiztu. — Nú á ég eftir
að segja þér aðeins eitt — aðeins eitt. fú ert ekki eiginlega
fantur, greyið mitt, heldur aðeins flón — heyrirðu, hvað ég segi?
— Aðeins flón! Pú bauðst þig fram af asnaskap, en ekki ill-
vilja. Pú bauðst þig fram af hégómaskap. Pig langaði til að
ljóma í þingsalnum, ljáta þjóna þér eins og höfðingja, láta skrifa
upp ræðurnar, sem þú héldir, og síðan prenta þær og útbýta þeim,
eins og einhverju spekinnar orði. Pig langaði inn í þessa laga-
verksmiðju, sem kölluð er Alþingi íslendinga, án þess að hafa
minstu hugmynd um, hvað þú ættir að gera þar. Pú sazt við að
lesa gömul Alþingistíðindi til að læra úr þeim landsmála-glamur-
yrði, og þú tókst saman í rúmi þínu heilar hrókaræður, sem þú ert
nú að halda smátt og smátt — ein af þeim var ræðan um eyðslu-
semi stjórnarnarinnar, sem þú hélst í dag. — Pú varðir þessu litla,
sem þú hafðir nurlað þér saman, til að kaupa þér blygðunarlausa
og samvizkulausa atkvæðasmala, því að án þeirra var engin von
um að komast að. Þú lagðir á þig löng ferðalög um kjördæmið,
og varðir til þeirra tíma og fé, í því trausti, að fá það alt saman
endurgoldið, beinlínis eða óbeinlínis, ef þú yrðir kosinn. Skjálf-
andi á beinunum af kvíða og með hrópandi samvizku gekstu út í
kosninga-moldviðrið — allan róginn, lygarnar og blekkingarnar,
og játaðir öllu, sem af þér var heimtað, — lofaðir öllum öllu,
lofaðir þessum þvert ofan í það, sem þú hafðir lofað hinum, lof-
aðir, lofaðir öllum öllu fögru, án þess að gera þér minstu grein
fyrir efndunum. Alt þetta hefirðu unnið til þingmenskunnar og
meira til, sem ég nenni ekki að vera að telja upp. Og hvað
hefirðu nú áunnið með þessu? — Pað fyrst og fremst, að maður,
sem var þér miklu hæfari, miklu betri og miklu vitrari, varð að
sitja heima. Pað annað, að flokkurinn, sem studdi kosningu þína,
hefir þig nú undir hælnum og þrælkar þig eins og skynlausa
skepnu. Pað þriðja, að nú verðurðu að skríða hér opinberlega á
þinginu fyrir kjósendum þínum — háttvirtum —, skjalla þá á