Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 7
83
um betri en kaldir, en þaö er við gigt, allskonar gigtveiki, hverju
nafni sem nefnist, þó einkum liðagigt og vöðvagigt. Við sumar
tegundir af taugagigt og taugabólgu virðast kaldir bakstrar þó
stundum eins góðir. Einhver bezta lækningaaðferðin við liðagigt
eru heitir bakstrar, og þá bezt að nota þá aðferð, er nú skal
greina: Taka skal ullardúk, t. d. rekkjuvoð úr ull, og 'leggja
niður í sjóðandi vatn og láta hana liggja þar í 2—3 mínútur,
vinda síðan upp voðina, en þurvinda þó ekki, eins og gert er
við köldu bakstrana, og sveipa henni síðan umhverfis hin sjúku
liðamót eða þá limi eða líkamshluta, sem gigtsjúkir eru. Utan
yfir hina heitu og votu voð er svo sveipað þurri ullarábreiðu.
Bakstrarnir eru látnir liggja í 10—15 mínútur og þá skift um þá.
Er nægilegt, að leggja 3—4 bakstra á hina sjúku staði í senn,
og ekki nota aðferðina nema einu sinni á hverjum degi. Á eftir
heitu bökstrunum er mjög gagnlegt að nudda hina sjúku limi í
hálfa klukkustund eða meira. Pessa lækningaraðferð þarf oft að
endurtaka, daglega í margar vikur eða jafnvel mánuði, en hún
er þá líka, eins og fyr segir, sú árangursbezta lækning á næstum
allskonar gigtsjúkdómum, bæði í liðamótum og vöðvum. En
samfara bökstrunum þurfa sjúklingarnir að fá holla og rétta fæðu,
helzt mikið af mjólk, grænmeti og ávöxtum, nægilega hreyfingu,
ef þeir þola hana, og hæfilegan klæðaburð.
Enn ber þess að geta, þótt öllum sé það kunnugt, að heitir,
helzt brennheitir, vatnsbakstrar erú eitthvert hið bezta meðal við
nálega öllum sársaukum og hverskonar eymslum í líkamanum.
Oft er og hægt að nota sömu aðferð, þegar um er að ræða þján-
ingar, eins og við liðagigt. En það má um heitu bakstra-lækn-
ingaraðferðirnar segja hið sama eins og um nálega allar aðrar
lækningaaðferðir, að oft er mest undir því komið, hvernig bökstr-
unum er fyrir komið, og má þá fyrst og fremst benda á, að mest
er undir því komið, að bakstrarnir haldist heitir og liggi á réttum
stað, þangað til skift er um þá. Tað er því næstum mest
áríðandi, að umbúðirnar um bakstrana séu góðar og rétt
reyrðar.
Eins og af framanskráðu má sjá, er liægt að nota vatnið á
margvíslegan hátt, og hefi ég þó aðeins drepið á einstöku atriði.
Eg hefi þannig alls ekki minst á hin eiginlegu lækningaböð, sem
nú eru notuð um allan hinn mentaða heim, en þó einkum á
Pýzkalandi og í Austurríki, á Frakklandi, í Svíþjóð, Noregi og