Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 67
143
Hún settist og varð enn meira hissa.
sPú veizt víst, að Pórður er farinn.«
»Farinn — hvertf — Nei, ég veit ekkert.*
»Ja — hann er nú farinn,« segir Jósep, og lítur út í glugg-
ann. —
»Nú, ætlaði hann ekki að vera hér í vetur?«
»Mér hefði nú óneitanlega komið það betur; því nú er ég í
ráðaleysi með fjósamann. En hann fór nú og kendi þér um alt
saman.«
»Mér um alt saman — hvaðf« segir Bogga. — »Hvað er
mér að kenna?«
»Nú — voruð þið ekki góðir vinir, þið Pórður?« spyr Jósep
hvatlega.
»Eg vissi ekki til, að nein óánægja væri okkar á milli.«
»Jæja — o, þetta er ekki lengi til að vilja. En það er ekki
við öðru að búast, Bogga mín, þig vantar reynslu. Eða var
hann ekki að draga sig eftir þér? Og full-boðlegur er hann. —
Eða hvað?« —
»Hann að draga sig eftir mér. — Eg veit ekki. Mér hefir
aldrei dottið það í hug,« segir Bogga.
»Bezt, þú segir mér þá söguna eins og hún er. Hvað hefir
farið ykkar á milli í sumar?«
»Okkar á milli? Eg var þjónustan hans, eins og þú vissir,
og vandaði mig; því ég hefi aldrei fyr þjónað öðrum en honum
pabba. Við töluðum oft saman, og urðum oft samferða af engj-
unum. Hann bar æfinlega hrífuna mína og dótið á kvöldin.
Hann sagði mér þá frá ýmsu að austan, þaðan sem hann var.«
»Og hvað svo,« segir Jósep, »hvað með Sigga í Leyningi?«
»Ó — með hann!«
»Pekkirðu hann?« spyr Jósep.
»Pað getur nú varla heitið, og ekki fyr en nú í sumar, og
þó helzt ekki fyr en í gær. Hann kom hér í gær um miðaftans-
leytið með dilkinn undan henni Móbotnu minni. Hann tók hann.
úr úrtíningnum úr Hraunsrétt; annars hefði ég líklega tapað hon-
um.«
»Og hvar var Pórður þá?« spyr Jósep.
»Hann var inni í skemmu að gera við reiðinga, þegar Siggi
kom; eða mér heyrðist hann vera þar.«
»Og hvað meira?«
I o'