Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 69
145 En þær hefðu þó sjálfsagt orðið enn áhrifameiri, ef þær hefðu verið lausar við þá galla, sem á þeim eru. Aðalgallinn er sá, að lista- formið fer svo oft út um þúfur. Ákafinn er svo mikill hjá höfi, að hann getur aldrei stilt sig um að taka sjálfur til roáls og skjóta inn skýring- um og athugasemdum frá sjálfum sér, í stað þess að lofa lesend- unum að lesa þetta sjálfum út úr viðburðum og viðræðum sjálfrar sög- unnar. Þetta skemmir sögurnar stórkostlega sem listaverk, og gerir það að verkum, að þær verða fremur siðaprédikanir en sögur víða hvar. Annar gallinn er sá, að stíllinn er allvíða fremur stirður og óþjáll og málið stundum ekki eins vandað og vera bæri. Þetta á þó aðeins við þá kafla, er höf. segir sjálfur frá, en ekki við samtölin í sögunum. í þeim hefir höf. oft náð tungutaki alþýðumanna dásamlega vel og betur en flestir aðrir. Þeir tala þar eins og þeim er tíðast og náttúr- legast, hvort sem málið hjá þeim er betra eða verra. En þó listaforminu á sögunum sé ábótavant, þá eru þær harla merkilegar og bera vott um glögt skáldauga. Og nýtt safn ætti að koma sem fyrst. V. G. GUNNAR GUNNARSSON: ORMARR ÖRLYGSSON og DANSKA FROIN Á HOFI. Úr ættarsögu Borgarfólksins. Rvík 1915 (Sig Kr.). Frá efninu í þessum sögum hefir verið skýrt svo rækilega áður í Eimr. (XIX, 72—73 og 149—151), og þá um leið gerðar athuga- semdir við þær, að það virðist allsendis óþarft, að rekja hér efni þeirra af nýju. Að mikið hefir þótt til þeirra koma í útlöndum, má bezt marka af því, að þær hafa þar komið út í mörgum útgáfum og verið (einkum ein þeirra) þýddar á margar tungur. Enda er nú svo komið, að Gunnar Gunnarsson er hiklaust talinn meðal hinna helztu söguskálda hér í Danmörku. Pó ber þess að geta, að hinar seinni sögur hans, einkum »Gestur eineygðis og hin nýjasta saga hans »Li- vets Strand«, þykja taka þessum fyrstu sögum hans stórum fram, enda hafa þær farið hreina sigurför gegnum bókmentaheiminn. En þær sögur, sem hér birtast, hafa og hlotið mikið lof, enda má þeim margt til gildis telja. En því miður er búningur þeirra á íslenzku ekki eins góður, eins og á dönsku, því að málið á þeim er allvíða helzt til gallað, og gæt- um vér tilfært mörg dæmi því til sönnunar. Þó er dómur »Iðunnar« (I, 2co) um það altof harður, enda kveðst höf. hans ekki hafa lesið nema 19 fyrstu blaðsíðurnar, og hefir því ekki séð, að málið stór- batnar, eftir því sem fram í sækir. Yfirleitt er málið á fyrstu sögunni (»Ormarr Örlygsson«) miklu meira gallað, en á hinni næstu, þó þar megi líka finna slæma bletti, án þess að þeir komist þó nokkuð í ná- munda við klausu þá á bls. 19, sem tilfærð er sem sýnishorn í »Ið- unni«. En hins vegar er ekki nema sanngjarnt, að taka það líka fram, að þó að málið sé sumstaðar gallað, þá er það aftur víða gott og vel að orði komist. En nú er von á »Gesti eineygða« næst, og þá ríður á að vanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.