Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 36
I 12
VI.
»Þú mátt ekki með nokkru móti halda, vinur minn, að ég sé
búinn!« sagði þessi einkennilegi náungi undur-spaklega, og þyrl-
aði framan í mig langri reykjarstroku. fað leyndi sér ekki, hvílíkt
yndi hann hafði af því, að kvelja mig sem mest.
Svo hélt hann áfram:
»Hefirðu tekið eftir því, hverjir það eru, sem mest sækjast
eftir þingmenskunni — í öllum þingræðislöndum — ekki einungis
hér? — fað eru fantarnir og flónin, — fantarnir og flónin,
vinur minn. — Betri mennirnir — sannmentuðu mennirnir, vitru
mennirnir og valmennin — draga sig alstaðar í hlé. Sumstað-
ar eru þeir ófáanlegir með öllu til að gefa kost á sér. Þ e i r
v i t a, hvaða vandi fylgir þessari vegsemd. — Þeir hafa ekki skap
til að æpa í kapp við landsmálaskúmana; enda yrði það árangurs-
lítið, því að það er lygin, en ekki sannleikurinn, sem bezt lætur
í eyrum fjöldans. t*eir hafa ekki skap til að smjaðra út atkvæði
kjósendanna — háttvirtra — með fláttskap og fagurgala. — Og
þeir hafa að lokum ekki skap til að sitja á ráðstefnu um velferð-
armál þjóðar sinnar með mönnum eins og þér — vinur minn —
og þínum líkum. Beir sjá, að það eru litlar líkur til, að þeir fái
við neitt ráðið, þar sem vanþekkingin og smalahrokinn eru leidd
til slíkrar tignar, og þar sem hver maður er reiðubúinn til að velta
ábyrgðinni af því, sem illa fer, yfir á kjósendur sína. — Beir vilja
heldur eiga orð sín ósögð, en segja þau til einskis í slíkum félags-
lagsskap, og þola þá skapraun, að sjá þau einskisvirt — eða verra
en það. Peir sjá — sér til mikillar sorgar —, hvert þetta þing-
ræði og þjóðræði stefnir, og vita, að á því má ekkert bót
vinna, annað en átakanleg þjóðaráföll og dýrkeypt reynsla. —
En fantarnir og flónin sækjast eftir hnossinu. Fantarnir af
hagsmunagræðgi, flónin af hégómaskap — fantarnir til að ná í
völdin, flónin til að ná í vegtylluna. Pessa menn væmir ekki við
að spjalla svo, að kjósendunum — háttvirtum — líki. Peir eru
mjúkir eins og tankl í kosningabaráttunni, láta alstaðar undan, þar
sem leitað er á, lofa öllu fögru, tala eins og hverjum manni þókn-
ast og smjúga inn á hvern mann. Peir geta staðið á kjörfundum
og sagt blygðunarlausustu lygar, án þess að depla augunum —
eða látið aðra gera þetta fyrir sig, ef þá brestur vit eða þrek til
þess sjálfa. Peir geta launað þeim á eftir úr féhirzlunni, sem þeir