Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 32
io8
ykkar löngu lífsreynslu! — Nú er sú gullna öld um garö gengin,
þegar feður réðu fyrir sonum sínum. — Nú ráða háttvirtir kjós-
endur — því meiru, sem þeir eru yngri og sprækari til að sækja
kjörfundina og háværari á fundunum, og því meiru, sem þeir eru
heimskari og trúgjarnari og auðleiddari með feitum loforðum og
fagurgala. — Nú ráða flokkar og atkvæðasmalar, undirhyggjumenn
og -landsmalaloddarar. Peir senda þingmanninn á þingið og þeir
leggja honum lífsreglurnar. Par á hann fyrst og fremst að leika
stjórnmálaspekinginn framan í kjósendum sínum, leika hann af
slíkri list, að hann hafi einhveija von um endurkosningu — sjálfir
leggja þeir til lófaklappið og aðdáunina. — Já, þú ert hamingj-
unnar barn. vinur minn, að hafa skolast upp í slíkar hæðir af
slíku valdi! — það er ekki furða, þó að þú talir um »háttvirta
kjósendur* í hverju orði. P^ð er varhugavert að styggja annan
eins — Cerberus, þótt ekki væri með öðru en lotningarleysinu.
— En hvað hefirðu nú eiginlega gert landinu til heilla, og kjós-
endum þínum — háttvirtum — til lofs og dýrðar?«
Mér var nú farið að liða illa. Eg fann ormsaugun í þessum
náunga borast inn í mig, eins og þau væru að leita um mig all-
an — skygnast inn í hvern krók og kima innan í mér, hvort þar
sæist hvergi glóra í gott verk eða drengilega hugsjón. Eg get
ekki neitað því, að ég leitaði líka.------------En nú skulum við
sleppa því.
Hann hélt áfram með sömu ósvífninni:
»í*ú hefir auðvitað sótt eldinn til guðanna og fært kjósend-
um þínum — háttvirtum — í launa skyni fyrir þennan mikla heið-
ur! — Nei, þú hefir launað Prómeþevs konunglega fyrir það, því
að h a n n var búinn að því, — eða þá einhverjum öðrum, sem
gert hefir það sama. — Hvorugt. — En sú heimska, að spyrja
svona. Peir, sem sækja eld guðanna og gefa hann mönnunum,
eru fjötraðir og lagðir alls-naktir á hvassar helluraðir. Flugvargar
himinsins eru látnir höggva þá -sundur. Guðirnir eru þeim reiðir,
mennirnir eru þeim vanþakklátir; þeir gleymast, og eldurinn, sem
þeir hafa sótt, kulnar út. — — Eitthvað hlýturðu samt að
hafa getað gert til gagns með atkvæði þínu.«
Hann hallaði sér fram yfir borðið og hálf-hvíslaði orðunum
að mér:
»Herra löggjafi! — Einn af vitrustu og beztu mönnum
þjóðarinnar! — Heyrirðu, hvað ég segi? — Einn af vitrustu