Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 34

Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 34
IIO það skársta og nýtilegasta, sem er að berjast við að vaxa upp á þessu vesalings landi. Nú skal ég skýra þetta fyrir þér. — Veiztu, hverjir af þessum ungu sjaldgæfu gáfumönnum, sem þú hefir neitað um styrk í dag, hafa verið bornir til að verða ígildi þessara manna, sem ég nefndi, hefði Alþingi hjálpað þeimf — Flestir eru þeir nú dauðir fyrir fult og alt. Einhver þeirra berst ef til vill við dauðann enn þá, vex upp og verður hálfur maður við það, sem hann hefði orðið, hefði honum komið hjálp- in í tíma. Þetta eru hugsjónamennirnir, spámenn framtíðarinnar, og þú hefir drepið þá. Island hefir mist þá, og fær upp úr þeim hand-ónýta menn til allra hluta. — Einhverjir þeirra verða sníkju- dýr á öðrum þjóðum, flakka um heiminn, rótlausir og föðurlands- lausir, en Islendingar verða þeir aldrei framar. — En það er fleira en þetta, sem þú hefir gert. Manstu, hvernig þú greiddir atkvæði? það er varla von, því að þú varst víst ekki fyllilega vakandi. En ég man það. Eg tók eftir því, og þess vegna langaði mig nú til að tala við þig, af því við erum gamlir kunningjar. — Manstu, hvernig fór um járnbrautina ? — Landsspítalann? — Tvær stór- brýr? — Leikhús landsins? — Sönglistaskóla landsins? — Nýja háskólakennarann? — — Pað voru menn úr hinum flokkin- u m, sem báru þetta fram. Þess vegna — og a ð e i n s þess vegna — varstu á móti því. — Svo komu mál, sem ekki voru flokksmál. — Sæmdarboði, sem útlend þjóð gerði ykkur, var hafnað — með þ í n u atkvæði. Loforð, sem útlendri þjóð hafði verið gefið, var svikið — með þ í n u atkvæði. Utlendur maður, sem unnið hefir feikna-verk í þarfir íslands og varið til þess mest- allri æfi sinni, átti að fá ofurlitla viðurkenningar-gjöf. En þess var synjað — með þínu atkvæði; smalavizkan þekti hann ekki. Maður, sem vinnur fyrir styrk, en ekki embættislaun, varð veik- ur, og var þá — auðvitað — sviftur styrknum — með þínu at- kvæði. Burt með alla landsómaga, hrópa háttvirtir kjósendur. — Maður, sem haft hefir styrk í mörg ár, og getið sér góðan orð- stír, var sviftur honum með þínu atkvæði. Hann hafði gerst svo djarfur, að láta í ljós landsmálaskoðun, ólíka ykkar. Nú verður hann að hætta við lífsstarf sitt hálf-gert, lífsstarf, sem eng- inn annar er fær um að taka upp, en sjálfur verður hann að fara með vinnu sína á annan markað, þar sem fult er fyrir af miklu færari mönnum. Háttvirtir kjósendur hrópa: Burt með alla bitl- ingal — Maður, sem lifir á embættislaunum, sem höfðu þótt

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.