Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 75
20860 kr. og götur og gangstéttir fyrir 7500 kr., og Akureyri var komið upp vatnsveitu fyrir 54000 kr. V. G. á BÚNAÐARRITIÐ XXVIII,—XXIX. ár. Rvík 1914—1915. Helztu ritgjörðirnar, er birzt hafa í þessum tveim árgöngum Bún- aðarritsins, eru þessar: í 28. árg. skýrir Gísli Guðmundsson gerlafræðingur frá rannsóknum sínum á íslenzhu skyri. Vonandi, að þessi gerlafræðingur okkar geti aukið þekkingu almennings og álit á þessari þjóðlegu og hollu fæðu. Rannsóknir hans hinar fróðlegustu. Hann minnist á, að vera mætti, að íslenzkt skyr gæti orðið útflutningsvara. Er hann manna líklegastur til að hrinda máli því áleiðis með þekkingu sinni og áhuga. —- En því ekki að blása nýjum anda í eitthvert rjómabúið hálfsálaða og gera úr því skyrbú einhvern hluta ársins. Skýrslur nautgriparæktunarfélaganna, að mestu eftir P á 1 Z ó p h - o n í a s s o n. Fyrst þau á annað borð eru tórandi, nautgriparækt- unarfélögin, þá er það þarft verk, að gera útdrátt úr skýrslum þeirra. A þann hátt eykst mjög gagnið, sem að félögunum er, og á þann hátt er von um, að starf þeirra fái fastari stefnu — þau verði fastari í rásinni. Þá er ritgjörð eftir sama höf. um nautgriparækt. Gerir höf. fyrst tilraun til að rekja sögu hennar hér á landi. Hefir hann tínt saman heimildir úr ýmsum ritum viðvíkjandi nautgriparækt fyr á tímum, en eigi fundist það ómaksins vert, að draga molana saman í sögulega heild. Því næst gefur hann frá sér allmikla fúlgu af kenningum um kynbæt- ur, er kemur næsta lítið nálægt nautgriparækt íslands. — í stuttu máli: Markmið félaganna er, að bæta kúakynið, að meðalnyt kúnna hækki og fita mjólkurinnar aukist — við eignumst betri, hraustari og stærri kýr. Þetta er engin saga. — En hvað á að gera? Hvernig á að vinna að þessu marki? — í’að virðist svo, sem höf. sé það eigi fyllilega Ijóst. Mér blandast ekki hugur um, að starf höf. yrði að miklum mun ávaxta- ríkara, ef hann snéri huga sínum að því, hvar helzt væri að leita að góðu kúnum, sem leggja skal til grundvallar fyrir kynbótum í framtíð- inni. Eins og kunnugt er, má svo að orði komast um kúakyn á íslandi, að »alt er þar í einum graut«. En þó svo sé fljótt á litið, þá leikur enginn vafi á, að innan um grautinn eru meira og minna föst og ætt- geng einkenni. Því hlýtur fyrsta spurningin að verða sú, er ræða skal um kúakynbætur: Hvar eru þær, beztu kýrnar á íslandi, og nvernig eru þær útlits? Umtal um »ríkjandi« og »víkjandi« eiginleika og því- umlíkt mun fara fyrir ofan garð og neðan hjá fjöldanum. Starf ráðu- nauta og rithöfunda verður fyrst um sinn að vera, að leiðbeina í þá átt, að nautgripafélögin snúi sér að þeim kynjum og haldi fast við þau, sem { því héraði reynast bezt. Stefnuleysi í vali undaneldisdýra gerir starfsemina alla árangurslitla. Haldór Vilhjál msson skrifar: nAlt fyrir grasræktina.i — Fróðlegt að heyra frá aðgjörðum hans á fyrirmyndarbúinu á Hvann- eyri. Hann andar á móti útlendu fræi { íslenzka jörð, og sýnir fram á,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.