Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 75

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 75
20860 kr. og götur og gangstéttir fyrir 7500 kr., og Akureyri var komið upp vatnsveitu fyrir 54000 kr. V. G. á BÚNAÐARRITIÐ XXVIII,—XXIX. ár. Rvík 1914—1915. Helztu ritgjörðirnar, er birzt hafa í þessum tveim árgöngum Bún- aðarritsins, eru þessar: í 28. árg. skýrir Gísli Guðmundsson gerlafræðingur frá rannsóknum sínum á íslenzhu skyri. Vonandi, að þessi gerlafræðingur okkar geti aukið þekkingu almennings og álit á þessari þjóðlegu og hollu fæðu. Rannsóknir hans hinar fróðlegustu. Hann minnist á, að vera mætti, að íslenzkt skyr gæti orðið útflutningsvara. Er hann manna líklegastur til að hrinda máli því áleiðis með þekkingu sinni og áhuga. —- En því ekki að blása nýjum anda í eitthvert rjómabúið hálfsálaða og gera úr því skyrbú einhvern hluta ársins. Skýrslur nautgriparæktunarfélaganna, að mestu eftir P á 1 Z ó p h - o n í a s s o n. Fyrst þau á annað borð eru tórandi, nautgriparækt- unarfélögin, þá er það þarft verk, að gera útdrátt úr skýrslum þeirra. A þann hátt eykst mjög gagnið, sem að félögunum er, og á þann hátt er von um, að starf þeirra fái fastari stefnu — þau verði fastari í rásinni. Þá er ritgjörð eftir sama höf. um nautgriparækt. Gerir höf. fyrst tilraun til að rekja sögu hennar hér á landi. Hefir hann tínt saman heimildir úr ýmsum ritum viðvíkjandi nautgriparækt fyr á tímum, en eigi fundist það ómaksins vert, að draga molana saman í sögulega heild. Því næst gefur hann frá sér allmikla fúlgu af kenningum um kynbæt- ur, er kemur næsta lítið nálægt nautgriparækt íslands. — í stuttu máli: Markmið félaganna er, að bæta kúakynið, að meðalnyt kúnna hækki og fita mjólkurinnar aukist — við eignumst betri, hraustari og stærri kýr. Þetta er engin saga. — En hvað á að gera? Hvernig á að vinna að þessu marki? — í’að virðist svo, sem höf. sé það eigi fyllilega Ijóst. Mér blandast ekki hugur um, að starf höf. yrði að miklum mun ávaxta- ríkara, ef hann snéri huga sínum að því, hvar helzt væri að leita að góðu kúnum, sem leggja skal til grundvallar fyrir kynbótum í framtíð- inni. Eins og kunnugt er, má svo að orði komast um kúakyn á íslandi, að »alt er þar í einum graut«. En þó svo sé fljótt á litið, þá leikur enginn vafi á, að innan um grautinn eru meira og minna föst og ætt- geng einkenni. Því hlýtur fyrsta spurningin að verða sú, er ræða skal um kúakynbætur: Hvar eru þær, beztu kýrnar á íslandi, og nvernig eru þær útlits? Umtal um »ríkjandi« og »víkjandi« eiginleika og því- umlíkt mun fara fyrir ofan garð og neðan hjá fjöldanum. Starf ráðu- nauta og rithöfunda verður fyrst um sinn að vera, að leiðbeina í þá átt, að nautgripafélögin snúi sér að þeim kynjum og haldi fast við þau, sem { því héraði reynast bezt. Stefnuleysi í vali undaneldisdýra gerir starfsemina alla árangurslitla. Haldór Vilhjál msson skrifar: nAlt fyrir grasræktina.i — Fróðlegt að heyra frá aðgjörðum hans á fyrirmyndarbúinu á Hvann- eyri. Hann andar á móti útlendu fræi { íslenzka jörð, og sýnir fram á,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.