Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 10
86 góða og gatnla sið bæði Gyðinga og forfeðra vorra ættu allir að taka upp. Eins og á hefir verið drepið, er oft erfitt, einkum á Islandi, að fá heit böð, því að baðklefar með baðkerum eru mjög óvíða til í heimahúsum. En út úr þeim vandræðum má nokkurnveginn bjargast með einfaldari og ódýrari áhöldum, að minsta kosti svo vel, að aðaltilgangi heitu kerlaugarinnar, hreinsun hörundsins, verði náð. Víðast hvar í húsum og bæjum eru til stórir balar. í stór- um bala, hálífullum af heitu vatni, geta menn baðað sig á þann hátt, að krjúpa niður í hann og væta sig í skyndi allan frá hvirfli til ilja, nugga því næst sápu um hörundið og þvo sér jafnharðan með heita vatninu. Að lokum stígur maður niður í stóran bala, tekur svamp og dýfir niður í kalt vatn, og lætur svo kalda vatn- ið frá svampinum streyma niður um höfuð, háls, brjóst, bak og utlimi. Bezt er að venja sig við að láta kalda vatnið streyma rikulega niður um líkamann, með þvi að væta svampinn oft og kreista úr honum. Bezt er að sterkum roða slái út um alt hör- undið, og sömu reglu eiga menn að fylgja, þegar um köld steypi- böð er að ræða. Menn verða að venja sig á að þola áhrif kalda vatnsins um stund, unz erting og stæling húðtauganna og vöðv- anna verður nægilega mikil. Pegar menn byrja á þesskonar böð- unaraðferðum, verða menn vanalega kvefaðir í fyrstu; en það er um að gera að leggja ekki árar í bát fyrir því, því skjótt fá menn laun fyrir hörkuna, og það þau stóru laun, að verða miklu sjaldnar kvefaðir, og yfirleitt miklu síður móttækilegir fyrir sjúk- dóma. Eftir baðið eiga menn að þurka sér fljótt og vandlega. Eitt stórt baðhandklæði, eða tvö minni, þurfa menn ætíð að hafa. er menn taka köld böð, til þess að geta þurkað sér því fljótar. Gott er að nudda alt hörundið í snatri eftir baðið, og breiðist þá hörundsroðinn meira út. Með litlum tilkostnaði er og hægt að útvega sér áhöld til steypibaða í svefnherbergi sínu. I flestum verzlunum má fá all- stór baðker úr pjátri. Uppi yfir þesskonar baðkeri er hengd pjáturfata á snaga í 4—5 álna hæð, og er botn fötunnar alsettur smáum götum, en fyrir þau lokað með hlemm, sem lagður er niður á fötubotninn, þangað til steypibaðið á fram að fara. Penn- an hlemm má draga frá botni fötunnar með snúru, sem fest er í miðjan hlemminn og í annan endann á vogarstöng, sem fest er - með hjörum á fötubotninn; en við hinn enda vogarstangarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.