Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 33

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 33
109 og beztu mönnum þjóðarinnar. Pað er ekkert smáræði! — V i t r a r i en þeir, sem vaða í fiskikösunum á botnvörpunga-þilj- unum frammi á miðum, — betri en þeir, sem vaða votengið með húskörlum sínum eða bogra við áburð og ofanafristu. — Pó það væri nú! — V i t r a r i en þeir, sem skapa listaverk til aðdá- unar fyrir þessa þjóð og aðrar. B e t r i en þeir, sem vinna í kyr- þey og yfirlætisleysi að því, að leggja fastan grundvöll undir eitt- hvað, sem þjóðinni má verða til gagns og sóma. — Mikil ósköp! — M i k 1 u betri — m i k 1 u vitrari! — — Þessa vegna hefirðu boðið þig fram. fess vegna hefirðu beðið þetta almáttuga afl lýðræðisins að skola þér upp á stjórnpall landsins. Nú ertu þar — með alt þetta mikla vit og öll þess miklu gæði. — Og þú þarft ekki að hugsa til að telja mér trú um það, að þú hafir e k k e r t gert. — Pú getur ekki komist hjá því, að gera e i 11 - h v a ð — ef ekki gott, þá ilt. í*ú gerir annaðhvort með því einu, að vera þ a ð, sem þú ert, og þar, sem þú ert.« Hann þagnaði, hallaði sér aftur að stólbakinu og blés út úr sér reyknum. En hann leit ekki af mér. Þessi eitruðu hæðnis- augu hvíldu altaf á mér. fau drápu niður allri dáð í mér — drógu bókstaflega úr mér alt magn. Eg var þarna eins og mús- in í klóm kattarins. Um flótta var ekki að tala. Mér gat engr- ar undankomu verið auðið. — Eg fór að sækja í mig veðrið, til að svara honum einhverju, en þá byrjaði hann aftur: »Hvað hefirðu drepið marga menn í dag?« Nú var mér nóg boðið. Pað var að mér komið að stökkva á fætur og reka honum á kjaftinn. »Ja — það, að drepa menn, er í sjálfu sér ekkert ilt. Pað gera auðvitað allir miklir menn — og allir löggjafar og allir al- þingismenn. Hitt skiftir mestu máli, hverja þú heifir drepið. — Á ég að telja upp fyrir þér nokkur nöfn, svona rétt af handahófi? — í dag hefirðu drepið Jónas Hallgrímsson, Albert Thorvaldsen, Sigurð Breiðfjörð, Sigurð málara, Jón Sigurðsson, Vilhjálm Stef- ánsson og ..............« »Hvaða bölvuð vitleysa vellur upp úr þér!« brauzt fram úr mér með slíku afli, að ég hefði fráleitt trúað sjálfum mér til ann- ars eins. En dóninn lét sér ekki fatast. Hann hélt áfram með sömu storkunar-róseminni: ».............. og sóma íslands og sjálfstæði íslands — alt 8

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.