Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 39
»Og hvaða ráð ætlarðu að leggja mér ?«
»Eitt einasta gott ráð. — Þú átt að hengja þig.«
Eg engdist saman eins og hníf væri stungið í mig.
Hann hvesti á mig kolaglyrnurnar og hvæsti fram úr sér:
»Pú átt að hengja þig.—Pað er eina hæfilega hegning-
in fyrir það, að trana sér fram til þess, sem maður er ekki fær um.
— Vesall maður, sem ekki hefir siðferðislegt þrek til að vinna
landi sínu gagn og sóma, á að skríða í felur og skammast sín.
En hætti hann sér of langt fram, hefir hann unnið að fullu til
snörunnar. Mundu eftir því, að betra er autt rúm en illa skipað.
•— Ég ræð þér heilt. Éú átt að hengja þig. — Mundu eftir Jú-
dasi sáluga. Hann sveik drottinn sinn fyrir þrjátíu silfurpeninga,
til að þóknast æðstu prestunum og þeim skriftlærðu. Pú svíkur
landið þitt daglega þessa dagana, til þess að þóknast flokknum
og kjósendunum — háttvirtum. Valdið hefir haft á sér endaskifti
síðan á dögum Júdasar — og þessa þrjátíu silfurpeninga áttu enn
þá inni hjá flokknum. Éú svíkur land þitt daglega með háfleygt
föðurlandsástar fimbulfamb á vörunum, svíkur það með kossi —
alveg eins og Júdas. Júdas hengdi sig — far þú og gjör slíkt hið
sama.«
Svo bætti hann við með kisulegri blíðu:
»Hengdu þig, vinur minn! — Petta er ekkert að óttast, —
augnabliks-andþrengsli, og svo sofnar maður, en vaknar upp aftur,
vitur og voldugur og — ódauðlegur. Á þessari öld hinna dular-
fullu fyrirbrigða höfum við, sem framliðnir erum, feikna-vald á jörð-
unni. — Farðu nú að eins og Júdas, hengdu þig!«
Petta voru hans síðustu orð. Pegar ég leit upp, var hann
horfinn. Stóllinn hans stóð tómur. Engin merki sáust þess, að
hann hefði nokkurn tíma í honum setið. Kaffibollinn hans stóð
ósnertur.
Ég sat höggdofa af undrun og skelfingu.
Svo kallaði ég á stúlkuna, borgaði kaffið og hún tók bakkann
og bar hann burtu.
En þar sem bakkinn hafði staðið, lá eitthvað hvítt á borðinu,
eins og mjólkurrák. Pegar ég fór að gá betur að því, var það
snara — eins og ég er lifandi maður. Snara úr drifhvítum fær-
isstreng, alveg nýjum. Ég tók hana í einhverju hugsunarleysi og
stakk henni í vasa minn.