Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 23

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 23
99 lyftir huldunni af þessum leyndardómi fyrir þér. — Ég hefi eng- um lifandi manni sagt hana, og segi hana engum lifandi manni, nema þér einum. Pú veizt, aö ég er ekki kjöftugur — þó að ég sé málugur, það er alt anriað. Mælgi og lausmælgi eru sitt hvað. — Ég veit líka, að þú ert ekki lausmáll. — En mundu það, að ég hefi ekki sagt hana neinum lifandi manni öðrum en þér, og ég trúi þér einum fyrir henni. Ég geri það af því, að þú ert nú gam- all vinur minn og skólabróðir og þar að auki háttvirtur kjósandi, sem hefir stutt mig með ráði og dáð til að hljóta það þingsæti, sem ég nú hefi, með þeim beinum, — þó mögur séu — sem þangað kann að verða hent. — Beinum, segi ég. Hamingjan hjálpi mér! Hvað er að tala um bein! — Bankaraðsmaður — endurskoðunarmaður Landsbankans — gæzlustjóri — endurskoð- andi landsreikninganna — milliþingaforseti, einn ráðunautur í við- bót — milliþinganefnd — -— alt saman tóm peningaumslög, sem flokkurinn er búinn að taka innihaldið úr til flokksþarfa — handa rægitólunum, sem skrifa nafnlaust í blöðin, og hinum rægitólunum, sem læra blaðaróginn og hlaupa með hann milli háttvirtra kjós- enda undir kosningarnar. — Beinin —! Kroppaðar hnútur, sem mönnum þykir virðing í að verða fyrir. — En sleppum því nú. Ég ætlaði að segja þér söguna — í trúnaði, auðvitað. — Ég hefi nefnilega einu sinni fengið snert af þessu — þessum kvilla, þú skilur, — þessu, sem þeir lærðu kalla comcientia vitiorum. — Viltu ekki koma ofan í Kringlu og þiggja kaffi —? II. O-o, við höfum nægan tíma. Jón Jónsson í Sjálfstæðinu er nýbyrjaður að halda ræðu um sjálfstæði þjóðarinnar, og hann er svei mér ekki bráðum búinn. — Nei, á dagskrá er frv. til laga um útflutning hrossa, en sjálfstæði þjóðarinnar má alstaðar koma að. — Hvort nokkur hlusti á hann. — Já, ég held nú það. Forsetinn og annar skrifarinn, einn þingmaður að vestanverðu og einn að austanverðu í salnum — og svo auðvitað ræðuskrifarárn- ir. Hinir voru á smáþingmálafundum úti í hornunum og frammi í lestrarsalnum. Éað gerir ekkert til. Éessi ræða er ætluð hátt- virtum kjósendum, en ekki þingmönnum. Á morgun kemur hún út í blöðunum. En nú byrja ég á sögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.