Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 79
<55 Islenzk hringsjá. ISLANDICA. VIII. An Icelandic Satire. Ithaca, N. Y. 1915. í þessu hefti birtir herra Halldór Hermannsson gamla ritgerð og merkilega, sem heitir i>Lof lyginnara. Er hún upprunalega rituð á latínu, á sjóferð frá íslandi til Khafnar, árið 1703, en seinna hefir höf. sjálfur snúið henni á íslenzku, og er það því hans eigin þýðing, sem hér er birt. Titill latnesku ritgerðarinnar var ^Mendacii Encomium«, og kveðst höf. hafa haft sem fyrirmynd hið þjóðfræga rit Erasmusar frá Rotterdam »Moriae Encomium« (Lof heimskunnar). Er ritgerðin all- skemtileg heimsádeila og þar margt skarplega athugað. Höfundur þessarar ritsmíði hét Porleifur Halldórsson og var að ýmsu leyti merkilegur maður. Hann var bláfátækur bóndason af Álftanesi (f. 1683), k°mst í Skálholtsskóla 1698 og 1703 utan, hvorttveggja fyrir tilstyrk Jóns biskups Vídalíns. Við háskólann tók hann öll próf með mesta lofi og varð magister, og ber öllum saman um, að hann hafi verið bæði stórgáfaður og hálærður. Hann sótti um bisk- upsembættið á Hólum 1710, en Steinn Jónsson varð honum hlutskarpari, og fór þá í^orleifur með honum heim til íslands 1711 og varð rektor við Hólaskóla. En hans naut þar skamma stund við, því hann dó 1713. Aftan við »Lof lyginnar« hefir herra Halldór Hermannsson prentað ýms skjöl, er snerta Þorleif Halldórsson, bréf frá honum og um hann, latnesk kvæði eftir hann og til hans o. s. frv. Og framan við hefir útgefandinn samið mjög fróðlegan og vel ritaðan inngang, þar sem bæði er rakinn æfiferill í*. H„ efnið í ritgerð hans og af- staða hennar í bókmentalegu tilliti, bæði inn á við og út á við. Er þar að öllu gengið með vanalegri vandvirkni höf., nema prófarkalesturinn virðist tæpast hafa tekist eins vel og vant er. Viljum vér þar til dæmis nefna: 'bforfada ull« (bls. 711) f. farfaða ullj »lygakenningar tileignaður« (bls. n20) f. lygakenningar tileign- aðar; »eðrir menn« (bls. 3014) f. aðrir menn; »stettó€ (bls. 3820) f. slette; »in- dentical« (bls. 422) f. identical. Engin af þessum prentvillum er að vísu hættuleg, því þær liggja nokkurnveginn í augum uppi. En óprýði er að þeim í jafn-vönduðu riti. V. G. DANIEL BRUUN: ERIK DEN R0DE og Nordbokolonierne i Gronland. Khöfn 1915. Þetta er allmikil bók (um 240 bls.) og frágangur allur hinn vandaðasti, bæði að prentun, pappír og myndum; en þær eru býsna margar í bókinni, rúmar 30 stærri og margar smærri. Segir þar fyrst frá æsku Eiríks rauða á íslandi og land- námi hans á Grænlandi, þá frá Vínlandsferðunum og er svo rakin saga • Grænlands samkvæmt fornum heimildarritum þangað til íslenzka bygðin leið þar undir lok. ]?á eru þar og kaflar um rannsóknir á bæjarústum og kirkna á Grænlandi, um staðalýs- ng þar og um húsaskipun og hversdagslíf þar í fornöld. Yfirleitt er þar saman komið. hérumbil alt, sem menn vita um sögu Grænlands, og það í svo stuttu og ljósu yfirliti, að bókin er hin skemtilegasta aflestrar, eins og reyndar alt, sem herra Daniel Bruun ritar. Er bókin hin þarfasta í alla staði, þar sem hún veitir öllum almenningi fræðslu um það á einum stað, sem flestum var áður ýmist dulið, eða þá mjög örðugur aðgangur að, dreift í mörgum bókum og þeim fágætum. Margir ís- lendingar mundu hafa mjög gaman af þessari bók. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.