Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 28

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 28
ic>4 auknum útgjöldum, nema tveimur ofurlitlum vegaspottum og einni brú, sem háttvirtir kjósendur höfðu í allri auðmýkt beðið mig að reyna að útvega sér. — Eg var ekki í neinum hrossakaupum um það, enda var það drepið fyrir mér. Loksins var þessi óskapa- fundur búinn. Eg stóð á fætur, hringlandi í höfðinu, og kaldur sviti spratt út um mig allan. — Samvizkan —i Ó-nei, vinur. Samvizkan var góö. Eg hafði gert vilja háttvirtra kjósenda minna og efnt loforð mín við þá í öllu, og ég hafði fylgt flokki mínum dyggilega. Bara að allir hefðu haft jafn-góða samvizku. — En þú hefir ekki reynt, hvað það er, að standa upp og setjast niður eitthvað hundrað og fimmtíu sinnum á svo sem tveimur eða þremur klukkustundum. Reyndu það, og vittu, hvernig þú verð- ur á eftir. — Nú, þó að ég teldist stundum með meirihLutanum. — — En vertu nú þolinmóður, því að nú er ég einmitt kominn að kjarnanum í sögunni. IV. Jæja. — Ég stóð upp úr einni þingskjalahrúgunni, þegar fund- urinn var búinn, — stirður og þrekaður, eins og þú getur nærri. — Hinir þingmennirnir voru líka staðnir upp og dreifðust um sal- inn, allir masandi, eins og gengur, og sumir hálf-gramir út af ein- hverju, sem hafði verið drepið fyrir þeim — eins og gengur. — — Svo komu háttvirtir kjósendur, sem staðið höfðu í allri auð- mýkt í hliðarherbergjunum, meðan á fundinum stóð, inn í salinn líka, — því að nú var þar engin þinghelgi lengur, — og blönd- uðust innan um þingmennina, masandi, eins og þeir — eins og gengur. Allir óðu um alt, eins og þeir væru heima hjá sér, og allir görguðu, hver upp í munninn á öðrum. — Sá kliður! — Maður lifandi! Hefirðu nokkurntíma komið í skeglubjarg? Ég var rólegur — eins og ég er altaf, — því að ég hafði gert vilja háttvirtra kjósenda minna og hafði góða samvizku. Ég stóð kyr við sætið mitt, og var að hnoða ofan í skúffuna mína einhverjum plöggum, sem höfðu legið uppi við, og lolca henni síðan. En meðan ég er að þessu, kemur maður til mín og kast- ar á mig kveðju. >Sæll vertu, herra löggjafi!< sagði hann. Hann sagði þetta svo kunnuglega, að það var eins og við hefðum þekst frá blautu barnsbeini og altaf þúast. En mér varð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.