Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 17
93 nieð Fjósakonum, Aldebaran, Rígel og öðrum fögrum fastastjörn- um. Siríus er auk þess ein hin voldugasta og mikilfenglegasta sól, sem menn þekkja til í geimnum, og ber langt af vorri eigin sól. Líklega hefir nafnið sett nokkurn blett á álit þessa himin- hnattar hjá alþýðu manna, af því það er svo oft kent við hunda, sem lítilmótlegt er, þó reyndar engin ástæða sé til þess; sepp- arnir eru tryggir og þakklátir félagar og vinir mannanna, og má margt gott af þeirn læra. Spekingurinn Schópenhauer sagði líka. að því betur sem hann lærði að þekkja mannkynnið, því vænna þætti sér um — hundana. Vér munum hér í fám orðum skýra frá því helzta, sem hin- ar nýrri rannsóknir vísindanna hafa leitt í ljós viðvíkjandi þessari stjörnu, og mun þá fljótt sjást, að hér er ekki um neitt afstyrmi að ræða eða smásmíði; það væri því ekki í kot vísað, þó íslend- ingum væri stefnt þangað í eitt hið tignarlegasta sólkerfi, sem mannsandinn hingað til hefir fengið vitneskju um. Siríus eða hundastjarnan, líka kölluð « (alfa) í stóra hunds- merki, er skærasta fastastjarna á himninum, er því talin fremst í fyrsta flokki og lýsir 6 sinnum meir en Blástjarnan (Vega), sem er höfð að mælikvarða í þeim stjörnuflokki. Glampi Siríusar er oft einkennilegur, sérstaklega neðarlega á lofti; stjarnan virðist blika og leiftra með marglitum blæ, virðist rauð, blá eða græn eitt stutt augnablik , í einu, en þess á milli sýnist ljós hennar bjart og hvítt, og er svo í raun og veru, þegar nánar er athug- að. I fornöld veittu menn Siríusi mikla eftirtekt og mörg skáld mintust hans vegna birtu og fegurðar. Ptólemaios, Seneca, Cíceró, Virgilíus, Hórazíus og Óvidíus segja allir, að stjarnan sé rauð, og Ptólemaios tekur fram, að Siríus hafi sama lit sem stjarnan Antares í Sporðdreka-merki, en sú stjarna er enn þá rauð. Nú er Siríus hvít stjarna, sem kallað er, bjartari og ljósari en sólin, og hafa margir því haldið, að hún hafi breytt lit sínum síðan í fornöld; þó þykir flestum stjörnufræðingum viðurhlutamik- ið að ímynda sér, að Siríus hafi verið rauður fyrir tvö þúsund ár- um, og ætla þeir, að liturinn hafi aðeins sýnst svo af hinu ein- kennilega bliki eða blæ, sem Hundastjarnan hefir, þegar hún stendur lágt á lofti. Pað væri líka ónotaleg tilhugsun fyrir mann- kynið, ef sólirnar í geimnum yrðu uppvísar að því, að þær skiftu oft litum; þá gæti líka vor sól hugsanlega fengið tilhneigingar í þá stefnu. Litur ljóssins og samsetning er, eins og kunnugt er, 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.