Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 73

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 73
149 vinsa einmitt það úr, sem mest ríður á að kenna unglingunum. Höf. ætti því að rita aðra styttri skólabók, en ætla þessari það eitt hlutverk, að vera alþýðubók. Þó málið á bókinni sé yfirleitt gott og furða, hve vel höf. hefir tekist að finna íslenzk heiti yfir nálega hvaðvetna, sem um er rætt, má þar þó fetta fingur út í ýmislegt, og álítum vér rétt að drepa á sumt af því, af því að búast má við, að margar útgáfur komi út af bókinni. Þannig er »fyrir okkur bera« (bls. 42) og »fyrir það bera« (58) ekki rétt mál. Þar ætti að standa ber, því sögnin er ópersónu- leg (e-ð ber fyrir e-n). Og sama máli er að gegna um sleiða mikil andþrengsli« (75) f. leiðir. Rangt er líka »á veturnar* (187) og ,»í fæturnar« (iqi) f. veturna og fæturna, og eins »miðnesi« (54) f. miðsnesi og »hjör« (38) f. hjörur (þó »hjör« sé máske til í óvönduðu daglegu tali). I’ú er og »taugahnoða« (46) haft kvennkyns og í fleirtölu »taugahnoður« (44). En orðið er hvor- ugkyns og beygist eins og »auga« og »eyra« (í flt. hnoðu). Við- kunnanlegra væri og að nota orðið hold en »kjöt« (29), þar sem verið er að lýsa holdi manna. Því sú er málvenjan, en »mannakjöt« vart notað nema í sambandi við mannætur. Höf. hefir gert alveg rétt t að innlima ýms fræðiorð í íslenzkuna, sem brúkuð eru í öllum málum, og aðeins veldur ruglingi að vera að böglast við að þýða á íslenzku. En þesskonar orð verður -\>á að skrifa með íslenzkri stafsetningu, svo að alþýðu manna lærist að bera þau rétt fram. í’etta gerir höf. líka oft, en þó stundum ekki nema að hálfu leyti eða alls ekki. í’annig ritar hann stundum »fos- for« (198), en stundum »fosfór« (225), og álttum vér hið slðara réttara. Hann ritar og ýmist »súblimat« (225), »sublímat« (142) eða »súblímat« (142, 144), og verður hið síðasta að teljast réttast. Hann ritar og »arsenik« (225),'»natrium, kalium, magnium« (198), en réttara mundi arseník, natríum, kalíum, magníum. íslenzkulegra væri og líkjurar en »lik0rar« (227), og svo er um fleira af því tægi. Vanalega hefir höf. tekist að ná í góð íslenzk heiti, en á einum stað hefir hann gefist upp við það og notar latneska heitið eitt: n e r- vus vagus (46). En mætti ekki kalla þetta reikitaug á íslenzku? Betra að hafa eitt orð íslenzkt, en tvö útlend. Eins væri liðlegra að hafa eitt orð en tvö (eins og í latínunni) yfir það, sem höf. kallar »stóra heilann« og »litla heilannn« (43). Mætti þá kalla cerebrum annaðhvort heilabú (sem er til í íslenzku), stórheila eða aðeins heila, en cerebellum aftur heilasel, smáheila eða heilung (eða þá veiku myndina: heilunga). En þó vér teljum rétt að innlima ýms fræðiorð, sem vart verða þýdd á íslenzku, álítum vér hinsvegar fráleitt að nota dönsk kynblend- ingsorð, þar sem til eru góð og gild fslenzk heiti. En slíku bregður stundum fyrir, t. d »sprauta« (114, 116) f. spýta (sem notað er rétt á eftir og víðast í bókinni), »emaljeraður« (210) f. glerað- ur, smeltur eða smeittur (hin tvö síðasttöldu í forntungu vorri), »sennepi (201) f. mustarður (eða þá að minsta kosti sinnep),

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.