Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 26
102
vant við látinn, og ef mikill gustur stendur af þeim þingmanni
eða þeim næsta, þá lendir hún á gólfið og liggur þar; en svo
kemur önnur á eftir henni, og önnur þar á eftir, og enn önnur
— skæðadrífan heldur áfram, jafnt og þétt, en alveg miskunnar-
laust, og ef háttvirtir þingmenn entust til að tala nægilega lengi,
mundi þingið fenna í kaf. — Öllum þessum breytingartillögum
í réttri röð hefir svo skrifstofustjórinn eða einhver annar góður
maður vafið upp á hæstvirtan forseta eins og hvert annað hespu-
tré — öllum, með stökustu nákvæmni. Peim, sem koma of seint,
er bætt inn í röðina, þar sem þær eiga heima, ásamt tilhlýðilegu
nota bene um undantekningu frá þingsköpum. — — Nafnaköll og
áminningar — alt, sem fyrir getur komið, — er komið á sinn stað.
Svo þegar síðasti háttvirti ræðumaðurinn leggur saman...........
þú skilur, — heyrist smellur í fjöðrinni og hesputréð fer á stað.
Hægt og hatignarlega vindur það ofan af sér allan lopann —
hægt og hátignarlega — án þess að nema staðar eitt augnablik
til að anda. Háttvirtir þingmenn verða að ábyrgjast sig sjálfir,
hvort þeir fylgjast með eða ekki. Og þeir fylgjast ekki með —
ekki einn einasti, held ég mér sé óhætt að fullyrða, — enginn
hefir undið upp á þá allan lopann í réttri röð. — Atkvæðaskráin
— hafi hún nokkur verið, — er týnd — hggur heima — varð
eftir á flokksfundi. Og það, sem kom eftir að atkvæðaskráin var
samin, — týnt, alt saman týnt, — komið ofan í hrúguna — inn
í flekkinn — yfir til næsta þingmanns. — — »Breytingartillaga a
þingskjali 652,« segir hæstvirtur forseti. — »0g breytingartillaga
við þá breytingartillögu á þingskjali 780.« — Jón Jónsson í Meiri-
hlutanum hamast í hrúgunni sinni og leitar og leitar í dauðans of-
boði. Svo hrifsar hann frá Jóni Jónssyni í Sannfæringu-sinni. Pá
má hann til að standa upp, — en breytingartillagan, sem hann er
með í höndunum, er við frumvarp til laga um breyting á lögum
um útflutning hrossa. — »Samþykt,« segir forsetinn, »með fimtán
samhljóða atkvæðum. Breytingartillagan sjálf þar með fallin.«
»F*etta var rangtU hrópar einhver. »Pingskapabrot!« »Hvað?«
spyr annar og lítur upp. — »Hvað var þetta?« spyr Jón Jónsson
í Sjálfstæðinu. »Eg veit það ekki,« svarar Jón Jónsson í Sann-
færingu-sinni. En hæstvirtur forseti er kominn góðan spöl út í
næstu breytingartillögu og háttvirtir þingmenn eru flumósa að
leita í hrúgunni, hver hjá sér og hver hjá öðrum. »Nafnakall,«
segir hæstvirtur forseti, og hægt og hátignarlega vitidur