Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 65
i4i og bíða, þangað til álfarnir kæmu út; því hún sá þá aldrei á dag- inn. En hann pabbi hennar fór að leita að henni og kallaði svo hátt, að hún svaraði óvart — og þá varð hún að koma. Ef til vill var það rangt, að ætla sér að trufla álfana. — En ef hún sæi þá og hitti, þá gæti hún talað við þá. Pað væri svo leiðin- legt, hvað alt þegði í kringum hana; steinarnir, þúfurnar, leggirn- ir, alt þegði, hún ein talaði — og svo fossinn. Henni þótti vænt um fossinn, síðan hún hætti að hræðast hann. Pegar hún var lítil, sagði Hálfdán henni, að loðinn karl byggi undir fossinum, og hann hefði stórar, langar krumlur; og þegar maður kæmi nálægt fossinum, þá seildist krumlan upp úr og tæki mann. En svo var áin einu sinni svo lítil, að hún sá, að enginn karl gat leynst þar. Pá varð hún óhrædd, og sat oft í foss- brekkunni. Einu sinni var hún frammi í búri, og var að flýta sér. Hún opnaði búrkistuna, en á lokinu stóð rósótta skálin hans Hálfdán- ar, rann upp fyrir og brotnaði; en Bogga þaut út. Skömmu seinna mættust þau í göngunum, og spurði hann hana þá að, hvort hún hefði brotið skálina. Hún neitaði því, en hélt áfram út göngin. Fyrst gekk hún hægt frá bænum, en seinna hljóp hún, og alla leið upp að fossinum. Hún grét ekki, en beit á jaxlinn og var hrædd. Ekki við pabba sinn, en við sjálfa sig. Hún sat hreyfingarlaus og hlustaði, og þá var sem henni heyrð- ist fossinn segja: »Brauztu — brauztu?* — stundum hátt, eins og hann kallaði, stundum hvíslaði hann — »brauztu?« Pá fór Bogga að gráta — og seinna sofnaði hún. En þegar hún vakn- aði, hljóp hún heim á tún til pabba síns, sem var að slá, fór upp um hálsinn á honum og sagði: »Elsku bezti pabbi minn, ég braut skálina.« -— »Jæja, barnið mitt,« sagði þá pabbi hennar. Svona var hann góður. En í sumar var hann harður, og sagði henni að vera kaupa- kona í Hvammi. Hún lá vakandi í Hvammsbaðstofunni og langaði fram að Miðhúsum. Ef hún væri maríuerla, þá gæti hún flogið það á svipstundu, og verið komin aftur löngu fyrir fótaferðatíma. Eða bara ganga fratn eftir. Fara út utn gluggann, sem var rétt yfir rúminu, læðast, svo enginn vissi. — En svo var hún þreytt, svo hún lokaði augunum og hugsaði. Hún hugsaði sér, það væri gangnasunnudagur. Pá var hátíð IO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.