Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 24

Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 24
IOO Við vorum að slíta fundi — löngum, löngum fundi. Og sól- in skein inn í háttvirta Neðrideild — á bakið á hæstvirtum for- seta og framan í vesalings ræðuskrifarana, svo að þeir urðu »blindir«, — sem ekki voru það áður. — Á bakið á hæstvirtum ráðherra, og framan í alla andstæðinga hans — hina auðvitað líka — að ógleymdu öllu öðru, sem sólin skín á í háttvirtri Neðri- deild.............. Pvættingur. Sólin skín a 1 d r e i inn í hátt- virta Neðrideild, aldrei að eilífu, því að gluggarnir snúa beint í norður. Par að auki hefir mig líklega verið farið að dreyma, því að þetta var löngu eftir miðnætti í septembermánuði, kl. eitt eða tvö um nóttina. Að minsta kosti er það aldrei almennilega ljóst fyrir mér, hvernig það var. — Pað gerir heldur ekkert til. — En við vorum sem sé að slíta fundi í háttvirtri Neðrideild. Deildin hafði gengið með fullum krafti í marga daga og margar nætur samfleytt — hamast, eins og vindmylla í roki, — nei, eins og gufuvél í koladalli, svo að ég taki aðra samlíkingu hinni skáldlegri — bullan upp og bullan niður, upp og niður, upp og niður í sífellu, sjóðandi olían ýrist í allar áttir, gufan spýtist hvæsandi út um öll op, utanborðs löðrar allur sjórinn í froðu, en bullan gengur upp og niður, upp og niður, stynjandi, stappandi, með kremjandi þunga — þarna heyrirðu, hvort mér getur ekki tekist upp. — — Pannig hafði deildin hamast. Og það hafði gengið undan henni. Pað var ekkert smáræði, sem eftir hana lá. 14—16 mál á dagskrá á hverjum degi alla vikuna, og öll afgreidd. Og það voru engin smá-mál. Pað var t. d. frumv. til laga um breyting á lögum nr. 23, 14. nóv. 1908 og lögum nr. 16, 21. jan. 1862, sbr. tilsk. frá 19. júní 1860, og opið bréf 15. febr. 1872. — Og sömuleiðis frumv. til laga um viðauka við lög nr. 35, 12. des. Í9I3 og kgl. tilskipun 10. marz 1755. — Og enn fremur frumv. til laga um breyting á og viðauka við lög nr. 28, 29. okt. 1912. — Og enn fremur 20—30 breytingar og bætur á ýmsum lögum frá þrem síðustu þingunum. — Og svo voru þessi stór-merkilegu lög um einkaleyfi á andrúmsloftinu, og önnur um einkaleyfi til að vinna — eitthvað — úr íslenzkum hverum, — þeim var nú vísað til nefndarinnar aftur, og þar sofnuðu þau. — Og svo var þetta dæmalausa frumvarp, sem einhver gárungi hafði narrað Jón Jónsson í Sannfæringu-sinni til að flytja. Pað var um fyrningu veðréttar, og var orðið að lögum fyrir langa-löngu, alveg orðrétt. — Pú hristir höfuðið. — Hvernig á nokkur maður að vita, hvað

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.