Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 24
IOO Við vorum að slíta fundi — löngum, löngum fundi. Og sól- in skein inn í háttvirta Neðrideild — á bakið á hæstvirtum for- seta og framan í vesalings ræðuskrifarana, svo að þeir urðu »blindir«, — sem ekki voru það áður. — Á bakið á hæstvirtum ráðherra, og framan í alla andstæðinga hans — hina auðvitað líka — að ógleymdu öllu öðru, sem sólin skín á í háttvirtri Neðri- deild.............. Pvættingur. Sólin skín a 1 d r e i inn í hátt- virta Neðrideild, aldrei að eilífu, því að gluggarnir snúa beint í norður. Par að auki hefir mig líklega verið farið að dreyma, því að þetta var löngu eftir miðnætti í septembermánuði, kl. eitt eða tvö um nóttina. Að minsta kosti er það aldrei almennilega ljóst fyrir mér, hvernig það var. — Pað gerir heldur ekkert til. — En við vorum sem sé að slíta fundi í háttvirtri Neðrideild. Deildin hafði gengið með fullum krafti í marga daga og margar nætur samfleytt — hamast, eins og vindmylla í roki, — nei, eins og gufuvél í koladalli, svo að ég taki aðra samlíkingu hinni skáldlegri — bullan upp og bullan niður, upp og niður, upp og niður í sífellu, sjóðandi olían ýrist í allar áttir, gufan spýtist hvæsandi út um öll op, utanborðs löðrar allur sjórinn í froðu, en bullan gengur upp og niður, upp og niður, stynjandi, stappandi, með kremjandi þunga — þarna heyrirðu, hvort mér getur ekki tekist upp. — — Pannig hafði deildin hamast. Og það hafði gengið undan henni. Pað var ekkert smáræði, sem eftir hana lá. 14—16 mál á dagskrá á hverjum degi alla vikuna, og öll afgreidd. Og það voru engin smá-mál. Pað var t. d. frumv. til laga um breyting á lögum nr. 23, 14. nóv. 1908 og lögum nr. 16, 21. jan. 1862, sbr. tilsk. frá 19. júní 1860, og opið bréf 15. febr. 1872. — Og sömuleiðis frumv. til laga um viðauka við lög nr. 35, 12. des. Í9I3 og kgl. tilskipun 10. marz 1755. — Og enn fremur frumv. til laga um breyting á og viðauka við lög nr. 28, 29. okt. 1912. — Og enn fremur 20—30 breytingar og bætur á ýmsum lögum frá þrem síðustu þingunum. — Og svo voru þessi stór-merkilegu lög um einkaleyfi á andrúmsloftinu, og önnur um einkaleyfi til að vinna — eitthvað — úr íslenzkum hverum, — þeim var nú vísað til nefndarinnar aftur, og þar sofnuðu þau. — Og svo var þetta dæmalausa frumvarp, sem einhver gárungi hafði narrað Jón Jónsson í Sannfæringu-sinni til að flytja. Pað var um fyrningu veðréttar, og var orðið að lögum fyrir langa-löngu, alveg orðrétt. — Pú hristir höfuðið. — Hvernig á nokkur maður að vita, hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.