Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 57
133 »Að vísu var fjölkyngi hegningarverð eftir íslenzkum lögum, en það var þó hvergi í íslenzkum lögum leyft að brenna galdra- menn. Pó var það gert hér fyrst árið 1630 fyrir tilstilli höfuðs- manns og dæmt eftir tilsk. 12. okt. 1617, sem aldrei hafði verið samþykt eða birt hér, og var hún síðan lengi haldin lög og dæmt eftir henni.< Þessar klausur báðar eru, þó höfundarnir geti þess eigi, með nokkrum orðabreytingum teknar úr »Nýjum Félagsrit- um«, 16. árg., 1856, bls. 45; aðeins hefir hinn seinni höfundur bætt því inn í, að fyrsta galdrabrenna á íslandi hafi verið fram- kvæmd árið 1630, en það er alveg rangt, sem kunnugt er, því Magnús Björnsson lögmaður lét brenna Jón Rögnvaldsson 1625, eins og getið er um í Árbókunum og í mörgum öðrum ritum. Ég hafði fyrir löngu í Landfræðissögu íslands (1896, II, 31—33) bent á, að staðhæfing þessi um Holgeir Rósenkranz væri alveg tilhæfulaus og ekki bygð á neinum rökum. Jón Sigurðsson hefir af einhverju ógáti eða misskilningi ritað þetta,1) og var hann þó manna réttorðastur í söguritum sínum. Interdum bonus dormitat Homerus. Ur því búið var að benda á þessa villu, var engin á- stæða til að fara að útbreiða hana í alþýðubókum á nýjan leik. Höfuðsmennirnir fornu höfðu nógar syndir á samvizkunni, svo það var óþarfi að bera þeim á brýn ofbeldisverk, sem þeir voru alveg saklausir af. Islendingar höfðu, bæði lærðir og leikir, nokkrum árum fyrir 1630 krafist þess, að galdrar væru dæmdir eftir danska lagaboð- inu 12. okt. 1617. Síra Guðmundur Einarsson á Staðastað þýðir 1627 lagaboð þetta í riti sínu »Lítíl hugrás« og ávítar sýslumenn harðlega fyrir ódugnað að framfylgja ekki þessum lögum. Ari Magnússon sýslumaður svaraði riti síra Guðmundar og ber það af sýslumönnum, að eftirgangsleysi við galdramenn sé þeim að kenna; hann telur það miklu fremur stafa af skeytingarleysi há- yfirvaldanna, að lögunum 1617 sé ekki fylgt, og virðist hann ekki efast um, að þau lög gildi á íslandi. Ari sýslumaður telur líka galdramálin mjög örðug viðfangs, af því ekki sé hægt að fá sakadólgana til að meðganga; krefst hann þess, eins og ýmsir prestar líka gerðu, að innleiddar séu pyntingar til sagna. Éar sem Jón Sigurðsson vitnar til Alþingisbóka 1630, 1631 og 1637, virðist hann eiga við galdramál þeirra feðga Jóns Guð- *) Hið sama er endurtekið í »Andvara« I, 1874, bls. 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.