Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 72
148 við hina æðri skóla á Norðurlöndum. Vér hefðum þó kosið, að höf. hefði eigi tekið þánn ósið upp eftir hinum norrænu kenslubókum, að sleppa vísindanöfnunum' latnesku; þau eru einmitt alveg ómissandi í íslenzkri kenslubók, sem um leið á að vera handbók fyrir alþýðu og utanskóla-nemendur. Vísindanöfnin eru eins um allan heim, en hin ís- lenzku nöfn þekkir enginn fyrir utan fjörusteina íslands; vísindanöfnin gera þeim, sem lengra vilja komast, hægra fyrir að átta sig í útlend- um vísindaritum, en það er engin þörf á að skylda skólanemendur til að læra nöfnin, fremur en þeir vilja. og »þau éta ekki mat«, þó þau væru prentuð milli sviga Efnið í dýrafræðinni er eðlilega margbrotið, og getum vér hér ekki skýrt frá því nánar, en vísum til sjálfrar bók- arinnar. Aftan við er ágrip af líkamsfræði og heilsufræði mannsins. þó bókin sé kölluð kenslubók, þá er hún þó meðfram alþýðubók, og svo skýrt og liðlega samin, að hver og einn getur notað hana, sem eitthvað vill kynna sér dýralíf landsins. Myndirnar eru líka mjög skýrandi; þær eru fjöldamargar og flestar mjög góðar. Bók þessi er merkisbók í sinni röð og að ýmsu leyti nýjung í bókmentum vorum; það er því eðlilegt, að hennar er hvergi getið i blöðum eða tímarit- um; útgefendur þeirra hafa sjaldan fyrir því, að nefna bækur, sem eru til einhverrar frambúðar eða verulegrar nytsemdar. Þ. Th. STEINGRÍMUR MATTHÍASSON: HEILSUFRÆÐI. Alþýðu- bók og skólabók. Með 120 myndum. Akureyri 1914. Bók þessi er í tveimur meginköflum, og er hinn fyrri (bls. 3— 126) um mannslíkamann og bygging hans, en hinn síðari (bls. 127 — 251) um heilsutjón og heilsuverndun eða hin eiginlega heilsufræði. Er þar, eins og rærri má geta, mikill fróðleikur saman kominn, sem hverjum manni er nauðsynlegt að hafa einhverja nasa- sjón af, og því betur sem hún er meiri. Heilsan er dýrmætasta hnossið, sem til er í heiminum, og fyrsta skilyrðið til að vernda þann dýrgrip, er að þekkja líkama sinn og hvað honum er holt og óholt. þær bækur, sem um þetta fræða, eru því sannir kjörgripir, séu þær svo úr garði gerðar, að þær geti orðið nothæfar allri alþýðu manna, ekki sízt æskulýðnum, sem enn er á því skeiði, að hann getur fært sér kenningar þeirra í nyt. En hve nýtar slfkar bækur reynast, veltur mjög á því, hvernig þær eru ritaðar. Því ekki er nóg, að þær séu villulausar og ritaðar af fullri þekkingu. í’ær geta reynst jafnónýtar öllum þorra manna fyrir því. Hitt skiftir mestu, að framsetningin sé svo alþýðleg, að þær séu auðskildar hverjum manni. Og einmitt þá kosti hefir þessi bók. Hún er bæði svo ljóst og lipurt rituð og myndirnar, sem inn í hana er fléttað til skilningsauka, svo vel valdar og ágætar, að engum er ofætlun, að hafa hennar full not. Auk þess er í henni jafnan svo blessunarlega tekið sérstakt tillit til íslenzkra staðhátta, að hún er í því efni flestum íslenzkum fræðibókum fremri. Hún er því í einu orði sagt ágætis bók, og í fylsta skilningi alþýðubók. En sem skóla- bók er hún helzti löng, því fæstum kennurum er treystandi til, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.