Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Side 5

Eimreiðin - 01.05.1916, Side 5
8i vöðva. Þess ber að geta, að heit böð og bakstrar hafa að sumu leyti lik áhrif og köld böð, en aftur á móti ekki hálfvolg. Heita vatnið þreytir þó skjótar taugakerfið, svo að verkanir kalda vatns- ins eru öruggari. Til þess aðeins að auka blóðsókn til einstakra iima eða líffæra, er hægt að brúka heita og kalda bakstra jöfnum höndum. Allskonar böð, bæði heit og köld, einkum baðanir eða sund í sjó eða í hreinum ám og stöðuvötnum, hafa ekki aðeins styrkj- andi og hressandi áhrif á taugakerfið og vöðvana yfirleitt, heldur einkum og sérílagi á miðkerfi þau, er stjórna andardrættinum og hreyfingu hjartans, og ennfremur örvandi áhrif á meltingarfærin. Andardrátturinn verður dýpri og léttari, og hjartaslögin kröftugri, og nýtt fjör og líf virðist færast um mann allan. Sumir halda því fram, að köld böð skerpi líka skilningarvitin, einkum sjón og heyrn. Sjóndaprir rosknir menn geta stundum lesið gleraugna- laust nokkra stund, eftir að þeir hafa verið í baði. Skoðanir manna, bæði lækna og almennings, hafa á ýmsum öldum verið mismunandi eða frábrugðnar, að því er snertir vatns- bakstrana sem heilbrigðismeðal. Á sumum öldum hafa menn mest notað heita, en á öðrum aftur kalda bakstra. Sannleikurinn er sá, að þegar um bólgu er að ræða, hverju nafni sem nefnist og hvar sem hún er, útvortis eða á yfirborði líkamans, þá eru áhrif heitra og kaldra bakstra nálega jafnmikil -og jafngóð; hvorirtveggju hita og örva blóðsóknina til þess hluta líkamans, sem bakstrarnir eru á lagðir. Oðru máli er að gegna með þrútin eða bólgin sár, við þau verður að leggja heita bakstra, vegna þess að ekki er svo auðvelt að gera kalda bakstra sóttkveikjulausa. Við bólgu í innri líffærum, t. d. botnlangabólgu og lungnabólgu, hafa menn um langan aldur eingöngu notað heita vatnsbakstra. En nú á seinni tímum eru þó læknar víða um lönd farnir að nota kalda bakstra við sjúkdóma þessa, og virðast þeir reynast betur en hinir heitu. Auk vatnsbakstra með meira eða minna köldu vatni nota menn nú margvísleg böð og böðunaraðferðir við marga sjúkdóma, einkum þegar um næma sjúkdóma er að ræða. Einkum eru hin svonefndu hálfböð mikið notuð, og koma oft að góðu haldi. Pau fara fram á þann hátt, að helt er yfir sjúklinginn 20—250 heitu vatni, og líkaminn svo jafnharðan þurkaður og nuddaður fljótlega. Pví næst er snögglega helt alveg köldu vatni yfir hann, og líkami hans svo aftur nuddaður og þurkaður. Við þessa böð-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.