Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.05.1916, Blaðsíða 22
98 hrökkva menn upp og spyrja og spyrja, en enginn svarar. Allir vita, hve dánarskýrslur blaðanna eru ábyggilegar. — Og lækn- arnir? — Peir annaðhvort halda kjafti eða tala tóma latínu, sem fæstir háttvirtir kjósendur skilja, — kalla þessi alvarlegu tilfelli stravgulatio eða einhvern þremilinn, og orsökina conscientia vitiorum, eða eitthvað þaðan af vitlausara. — Peir eru ekki að hugsa um háttvirta kjósendur, þessir lærðu fuglar. — Conscientia vitiorum og strangulatio — eintómir steinar fyrir brauð, þegar háttvirtir kjós- endur spyrja í einlægni. Peim væri skammar nær að »óperera« háttvirta þingmenn — skera úr þeim þetta, sem þeir kalla con- scientia vitiorum, svo að það yrði þeim ekki að meini og bærist ekki til annarra, — hugsaðu þér, ef það t. d. færi að breiðast út ineðal háttvirtra kjósenda! — Eg segi nú ekki mikið. Fæst orð hafa minsta ábyrgð. En hugsaðu þér annað eins! — Það er ann- ars skaði, að ekki skuli tíðkast almenn líkskoðun. þegar háttvirtir þingmenn deyja, einkum þegar verður snögt um þá. — Almenn líkskoðun, — ég á við þetta, sem kallað er castrum doloris, þegar konungar og önnur stórmenni eiga í hlut. — Pú fyrirgefur, vinur, þó að ég bregði fyrir mig latínunni minni. Eg geri það líka stund- um á kjörfundum. Pað er ómissandi salt í matinn, 'og háttvirtir kjósendur kunna vel að meta það. — Já, ég átti við castrum do- loris — sorgarsýningu á líkinu í könunglegum stíl, svo að hátt- virtum kjósendum gæfist kostur á að sjá fulltrúa sinn í síðasta skiftið og sýna honum síðustu lotningu. Og víst ættu háttvirtir þingmenn það skilið, ekki síður en konungarnir. Peir — vitrustu og be............ Nú, þú mátt nú ekki heyra það. — — En þá gætu háttvirtir kjósendur ef til vill *— svona í kyrþey, auðvitað — athugað líkið, t. d. hálsinn, og komist að því rétta um það, hvað orðið hefir háttvirtum þingmanni að bana, og nefnt það svo á sínu eigin máli, án þess að sækja vitið í læknana. En hvað sem þessu líður nú öllu saman, þá veit ég, að þú ert mér sammála um það, að þetta er áhyggjuefni — og meira en það. Pað er beinlínis hryggilegt. Hugsaðu þér annað eins. Ekki komið nema fram í mitt kjörtímabilið, og þessi dularfullu fyrirbrigði orðin svona tíð. Ekki fer þeim fækkandi undir nýju kosningarnar. — Eg fer nú að spyrja í huganum, hvað margir muni lifa kjörtímabilið af. fú hlærð, eins og vant er. En mér er þetta, svei mér, blá-alvara! En nú ætla ég að segja þér ofurlitla sögu, sem ef til vill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.