Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 22

Eimreiðin - 01.05.1916, Síða 22
98 hrökkva menn upp og spyrja og spyrja, en enginn svarar. Allir vita, hve dánarskýrslur blaðanna eru ábyggilegar. — Og lækn- arnir? — Peir annaðhvort halda kjafti eða tala tóma latínu, sem fæstir háttvirtir kjósendur skilja, — kalla þessi alvarlegu tilfelli stravgulatio eða einhvern þremilinn, og orsökina conscientia vitiorum, eða eitthvað þaðan af vitlausara. — Peir eru ekki að hugsa um háttvirta kjósendur, þessir lærðu fuglar. — Conscientia vitiorum og strangulatio — eintómir steinar fyrir brauð, þegar háttvirtir kjós- endur spyrja í einlægni. Peim væri skammar nær að »óperera« háttvirta þingmenn — skera úr þeim þetta, sem þeir kalla con- scientia vitiorum, svo að það yrði þeim ekki að meini og bærist ekki til annarra, — hugsaðu þér, ef það t. d. færi að breiðast út ineðal háttvirtra kjósenda! — Eg segi nú ekki mikið. Fæst orð hafa minsta ábyrgð. En hugsaðu þér annað eins! — Það er ann- ars skaði, að ekki skuli tíðkast almenn líkskoðun. þegar háttvirtir þingmenn deyja, einkum þegar verður snögt um þá. — Almenn líkskoðun, — ég á við þetta, sem kallað er castrum doloris, þegar konungar og önnur stórmenni eiga í hlut. — Pú fyrirgefur, vinur, þó að ég bregði fyrir mig latínunni minni. Eg geri það líka stund- um á kjörfundum. Pað er ómissandi salt í matinn, 'og háttvirtir kjósendur kunna vel að meta það. — Já, ég átti við castrum do- loris — sorgarsýningu á líkinu í könunglegum stíl, svo að hátt- virtum kjósendum gæfist kostur á að sjá fulltrúa sinn í síðasta skiftið og sýna honum síðustu lotningu. Og víst ættu háttvirtir þingmenn það skilið, ekki síður en konungarnir. Peir — vitrustu og be............ Nú, þú mátt nú ekki heyra það. — — En þá gætu háttvirtir kjósendur ef til vill *— svona í kyrþey, auðvitað — athugað líkið, t. d. hálsinn, og komist að því rétta um það, hvað orðið hefir háttvirtum þingmanni að bana, og nefnt það svo á sínu eigin máli, án þess að sækja vitið í læknana. En hvað sem þessu líður nú öllu saman, þá veit ég, að þú ert mér sammála um það, að þetta er áhyggjuefni — og meira en það. Pað er beinlínis hryggilegt. Hugsaðu þér annað eins. Ekki komið nema fram í mitt kjörtímabilið, og þessi dularfullu fyrirbrigði orðin svona tíð. Ekki fer þeim fækkandi undir nýju kosningarnar. — Eg fer nú að spyrja í huganum, hvað margir muni lifa kjörtímabilið af. fú hlærð, eins og vant er. En mér er þetta, svei mér, blá-alvara! En nú ætla ég að segja þér ofurlitla sögu, sem ef til vill

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.