Eimreiðin - 01.05.1916, Qupperneq 28
ic>4
auknum útgjöldum, nema tveimur ofurlitlum vegaspottum og einni
brú, sem háttvirtir kjósendur höfðu í allri auðmýkt beðið mig að
reyna að útvega sér. — Eg var ekki í neinum hrossakaupum um
það, enda var það drepið fyrir mér. Loksins var þessi óskapa-
fundur búinn. Eg stóð á fætur, hringlandi í höfðinu, og kaldur
sviti spratt út um mig allan. — Samvizkan —i Ó-nei, vinur.
Samvizkan var góö. Eg hafði gert vilja háttvirtra kjósenda minna
og efnt loforð mín við þá í öllu, og ég hafði fylgt flokki mínum
dyggilega. Bara að allir hefðu haft jafn-góða samvizku. — En
þú hefir ekki reynt, hvað það er, að standa upp og setjast niður
eitthvað hundrað og fimmtíu sinnum á svo sem tveimur eða
þremur klukkustundum. Reyndu það, og vittu, hvernig þú verð-
ur á eftir. — Nú, þó að ég teldist stundum með meirihLutanum.
— — En vertu nú þolinmóður, því að nú er ég einmitt kominn
að kjarnanum í sögunni.
IV.
Jæja. — Ég stóð upp úr einni þingskjalahrúgunni, þegar fund-
urinn var búinn, — stirður og þrekaður, eins og þú getur nærri.
— Hinir þingmennirnir voru líka staðnir upp og dreifðust um sal-
inn, allir masandi, eins og gengur, og sumir hálf-gramir út af ein-
hverju, sem hafði verið drepið fyrir þeim — eins og gengur. —
— Svo komu háttvirtir kjósendur, sem staðið höfðu í allri auð-
mýkt í hliðarherbergjunum, meðan á fundinum stóð, inn í salinn
líka, — því að nú var þar engin þinghelgi lengur, — og blönd-
uðust innan um þingmennina, masandi, eins og þeir — eins og
gengur. Allir óðu um alt, eins og þeir væru heima hjá sér, og
allir görguðu, hver upp í munninn á öðrum. — Sá kliður! —
Maður lifandi! Hefirðu nokkurntíma komið í skeglubjarg?
Ég var rólegur — eins og ég er altaf, — því að ég hafði
gert vilja háttvirtra kjósenda minna og hafði góða samvizku. Ég
stóð kyr við sætið mitt, og var að hnoða ofan í skúffuna mína
einhverjum plöggum, sem höfðu legið uppi við, og lolca henni
síðan. En meðan ég er að þessu, kemur maður til mín og kast-
ar á mig kveðju.
>Sæll vertu, herra löggjafi!< sagði hann.
Hann sagði þetta svo kunnuglega, að það var eins og við
hefðum þekst frá blautu barnsbeini og altaf þúast. En mér varð