Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1916, Page 25

Eimreiðin - 01.05.1916, Page 25
IOI kann að vera orðið að lögum og hvað ekki? — Veizt þú, t. d. hverjar hafnir er búið að löggilda og hverjar ekki? — 60—70 ný lög eftir hvert þing — það er álitleg viðkoma! Menn geta verið vitrustu og beztu menn þjóðarinnar, þótt þeir kynnu að villast í öðru eins moldviðri. En — hvað var ég nú eiginlega kominn langt í sögunni? Já, nú man ég það. Við vorum að slíta fundi í háttvirtri Neðri deild — einum af þessum óendanlegu fjárlaga-fundum, sem heil- brigð skynsemi fæstra háttvirtra þingmanna lifir af. Ég hafði haldið eina ræðu — eina dómadags-ræðu um eyðslusemi stjórn- arinnar — undirbúningsræðu undir næstu kosningar, eins og þú skilur. — Ég var vel undir búinn og lét mér takast upp — var bæði napur og harðorður og lagði ekki fingurna á milli. — Éað var öllu óhætt, því að hæstvirtur ráðherra var þá stundina inni í hinni deildinni. Pegar ræðan var búin, naut ég hennar í anda á eftir, og lét hina segja, hvað sem þeim þóknaðist. Ég las hana upp í huganum, orð fyrir orð, og gerði á henni þær umbætur, sem ég ætlaði síðar að skrifa niður, þegar mér gæfist tækifæri til að leiðrétta það, sem skrifararnir — dauð-þreyttir og hálf- sofandi — hefðu haft eftir mér, svo að háttvirtir kjósendur fengju vöruna sem vandaðasta. Að þessu var ég það sem eftir var fundarins, á meðan 30—40 ræður annarra beljuðu um hlustirnar á mér. Hvern fjandann varðaði mig um þvaðrið úr þeim. Ég naut minnar eigin ræðu og naut hennar í bezta tómi innan um alt skvaldrið; ég var ekki kominn þangað til að láta þá sann- færa mig með orðastraumi. — — Svo hrökk ég upp við það frá mínum sælu draumum, að atkvæðagreiðslan var skollin á. III. I Hefirðu litið inn í háttvirta Neðrideild, þegar langur fjárlaga- fundur hefir verið að enda? — Gott og vel. Pá veiztu, hvernig þar er umhorfs. — Breytingartillögur, breytingartillögur, breyting- artillögur — í stórum hrúgum, stórum flekkjum, á borðunum, á gólfinu, í gluggakistunum og utan í háttvirtum þingmönnum — allir vaða í breytingartillögum og altaf bætist við, altaf, fram að síðasta augnabliki, því að hver þingsendillinn gengur á eftir öðr- um með öllum bekkjunum og réttir hverjum háttvirtum þingmanni breytingartillögu, leggur hana á borðið hjá honum, ef hann er

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.